Mælast til þess að Trump verði ákærður Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 23:09 Myndskeið af ræðu Donalds Trump var sýnt á lokafundi þingnefndarinnar. Al Drago/AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20