Mælast til þess að Trump verði ákærður Árni Sæberg skrifar 19. desember 2022 23:09 Myndskeið af ræðu Donalds Trump var sýnt á lokafundi þingnefndarinnar. Al Drago/AP Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020. Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira
Níu manna þingnefnd, skipuð sjö þingmönnum Demókrata og tveimur þingmönnum Repúblikana, kom saman á sínum síðasta fundi í kvöld eftir að hafa varið átján mánuðum í að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar. Þann 6. janúar árið 2020 ruddist stór hópur stuðningsmanna Trump inn í þinghúsið í Washington með það að markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, þegar Joe Biden vann Trump. Niðurstaða nefndarinnar, sem samþykkt var með öllum níu atkvæðum, var að mæla með því við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að Trump yrði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir hindrun á opinberum erindagjörðum, samsæri um svik gegn Bandaríkjunum, samsæri um að fara með rangt mál og að hvetja til uppreisnar. Í samantektarskýrslu nefndarinnar segir að forsetinn fyrrverandi hafi framið fjölþætt samsæri um að koma í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Eini forsetinn sem hafi ekki tryggt venjuleg valdaskipti Formaður nefndarinnar, Demókratinn Bennie Thompson, sagði á fundinum að Trump hefði skemmt trú þjóðarinnar á lýðræðislegum kosningum og að tilmæli um að hann yrði ákærður gæti reynst vegvísir til réttlætis. „Ég trúi því að nú tveimur árum síðar lifum við enn á tímum sjálfskoðunar og skuldadaga. Ef við eigum að lifa þetta af sem þjóð laga og lýðræðis má þetta aldrei gerast aftur,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þá sagði Repúblikaninn Liz Cheney, sem er varaforseti nefndarinnar, að allir forsetar Bandaríkjanna hefðu tryggt venjuleg og friðsæl valdaskipti, nema einn. „Sigur er það eina sem skiptir máli“ Á fundi sínum opinberaði nefndin ný sönnunargögn í rannsókninni á árásinni á þinghúsið. Þeirra á meðal var skýrslutaka yfir Hope Hicks, sem var um langt skeið aðstoðarmaður Trump. Þar lýsti hún meðal annars samtali sem hún átti við forsetann skömmu fyrir árásina þar sem hann sagði henni að enginn myndi muna eftir arfleifð hans ef hann tapaði kosningunum. „Sigur er það eina sem skiptir máli,“ hafði hún eftir honum. Liðsmenn Donald Trump hafa ekki orðið við beiðnum AP um viðtal eftir fund nefndarinnar. Í frétt AP segir að tilmæli nefndarinnar séu einungis ráðgefandi, þau hafi engin raunveruleg lagaleg áhrif. Þó auki þau á þrýsting á Merrick Garland, ríkissaksóknara Bandaríkjanna, að gefa út ákæru á hendur forsetanum fyrrverandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48 „Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Sjá meira
Erfið vika í vændum hjá Trump Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar. 19. desember 2022 15:48
„Ofbeldið var engin tilviljun“ Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. 10. júní 2022 22:00
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20