„Ég held að við komumst aldrei heim“ Atli Arason skrifar 19. desember 2022 22:01 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í kvöld. Atli Arason Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. „Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum. Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum.
Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira