Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 11:49 COP15 ráðstefnan átti að fara fram í Kína en var færð til Kanada vegna strangra sóttvarnaráðstafana kínverskra stjórnvalda. AP/Ryan Remiorz/The Canadian Press Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira