Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2022 18:30 Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu héraðssaksóknara í dag um að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk væru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mennirnir voru ákærðir til tilraunar til hryðjuverka ásamt öðrum brotum fyrr þann níunda desember. Landsréttur felldi svo úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum á þriðjudag. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa hætta af þeim. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. Europol og lögregla höfðu áður metið að mennirnir væru við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi. Söguleg mistök Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars málsins í málinu gagnrýnir framgöngu ríkislögreglustjóra í málinu allt frá því að embættið kallaði til blaðamannafundar. „Þessi blaðamannafundur var söguleg mistök af hálfu ríkislögreglustjóra og málatilbúnaðurinn hefur síðan hefur einhvern veginn gengið út á það að lögregla haldi andliti,“ segir Sveinn. Viðtalið í heild má sjá að neðan. Í gögnum málsins kemur fram að mennirnir hafi í rafrænum samskiptum meðal annars ætlað að fremja fjöldadráp, m.a. með skotárásum og með því að keyra trukk í gegnum Gleðigöngu hinsegin daga. Sveinn Andri telur þetta ekki marktækt. „Þetta eru stórundarlegar fabúlasjónir sem þeir báðir sjá eftir. En þetta var bara kjánaskapur,“ segir Sveinn. Hann segir sinn umbjóðanda í gjörgæslu hjá foreldrum sínum og undir læknishendi. „Ég fullyrði það að þetta mál hefur skaðað minn umbjóðanda með varanlegum hætti.“ Þriggja daga frestur Héraðssaksóknari vísaði til almannahagsmuna þegar hann krafðist þess að mennirnir yrðu færðir aftur í gæsluvarðhald í dag en því var eins og áður segir hafnað. Hann hefur þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum og hafði ekki tekið ákvörðun þegar fréttastofa leitaði svara.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent