Sjáðu fyrsta sýnishorn úr væntanlegri Barbie mynd Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. desember 2022 16:30 Myndin um dúkkuna Barbie er væntanleg næsta sumar. warner bros Í dag birti Warner Bros fyrsta sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd um hina ljóshærðu, sólbrúnu og lífsglöðu Barbie. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Til hefur staðið að gera Hollywood kvikmynd um Barbie í mörg ár og nú hefur kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros riðið á vaðið. Ótal teiknimyndir hafa verið gerðar um dúkkuna, en þetta er fyrsta leikna myndin. Sjá: Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Margot Robbie fer með hlutverk Barbie.warner bros Ryan Gosling fer með hlutverk karldúkkunnar Ken.warner bros Breytti landslaginu Leikstjóri myndarinnar er Greta Gerwig, en hún er einnig handritshöfundur ásamt eiginmanni sínum Noah Baumbach. Meðal leikara í myndinni eru Issa Rae, Will Ferrel, Kate McKinnon, Simu Liu, Michael Cera og America Ferrera. Í sýnishorninu má heyra rödd leikkonunnar Helen Mirren sem fer með hlutverk sögumanns. Í sýnishorninu lýsir hún því hvernig Barbie breytti landslaginu þegar kemur að leikföngum. „Alveg síðan fyrsta litla stúlka heims fæddist hafa verið til dúkkur. En þessar dúkkur voru alltaf lítil börn, þangað til...,“ segir í sýnishorninu sem má sjá hér fyrir neðan. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Ryan Gosling sem Ken Ryan Gosling mun fara með hlutverk Ken í nýrri Barbie mynd sem von er á næsta sumar en Margot Robbie bregður sér þar í hlutverk Barbie. 15. júní 2022 20:16 Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. 28. apríl 2022 14:00 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Til hefur staðið að gera Hollywood kvikmynd um Barbie í mörg ár og nú hefur kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros riðið á vaðið. Ótal teiknimyndir hafa verið gerðar um dúkkuna, en þetta er fyrsta leikna myndin. Sjá: Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Margot Robbie fer með hlutverk Barbie.warner bros Ryan Gosling fer með hlutverk karldúkkunnar Ken.warner bros Breytti landslaginu Leikstjóri myndarinnar er Greta Gerwig, en hún er einnig handritshöfundur ásamt eiginmanni sínum Noah Baumbach. Meðal leikara í myndinni eru Issa Rae, Will Ferrel, Kate McKinnon, Simu Liu, Michael Cera og America Ferrera. Í sýnishorninu má heyra rödd leikkonunnar Helen Mirren sem fer með hlutverk sögumanns. Í sýnishorninu lýsir hún því hvernig Barbie breytti landslaginu þegar kemur að leikföngum. „Alveg síðan fyrsta litla stúlka heims fæddist hafa verið til dúkkur. En þessar dúkkur voru alltaf lítil börn, þangað til...,“ segir í sýnishorninu sem má sjá hér fyrir neðan.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta myndin af Ryan Gosling sem Ken Ryan Gosling mun fara með hlutverk Ken í nýrri Barbie mynd sem von er á næsta sumar en Margot Robbie bregður sér þar í hlutverk Barbie. 15. júní 2022 20:16 Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. 28. apríl 2022 14:00 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fyrsta myndin af Ryan Gosling sem Ken Ryan Gosling mun fara með hlutverk Ken í nýrri Barbie mynd sem von er á næsta sumar en Margot Robbie bregður sér þar í hlutverk Barbie. 15. júní 2022 20:16
Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. 28. apríl 2022 14:00