Sænskir simpansar skotnir til bana af lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2022 14:37 Frá dýragarðinum í Furuvík í Svíþjóð. Sannkallað upplausnarástand hefur ríkt þar eftir að hópur simpansa slapp úr búri sínu. Lögreglan hefur skotið nokkra þeirra til bana og það hefur ekki lagst vel í dýravini í Svíþjóð og víðar. (Myndin er samsett.) vísir Upplausnarástand hefur ríkt í Furuvík í Svíþjóð að undanförnu og hefur lögreglan gripið til þess örþrifaráðs að skjóta og drepa fjóra simpansapa sem sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum þar. Dýravinir eru afar ósáttir við hvernig staðið hefur verið að málum. Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022 Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fimmti apinn var skotinn og særður en þrír simpansar ganga enn lausir nú þegar þetta er skrifað. Einn apanna, Santino, er svo þekktur að um hann er með sérstaka síðu á Wikipedia. Ekki er vitað hvort Santino sé meðal þeirra sem eru nú dauðir. Samkvæmt slúðurritinu Svenskdam er Santino í sérstöku dálæti hjá Victoríu krónprinsessu, en bæði hún og Madelaeine prinsessa, eru sagðar eiga málverk eftir apann. Santino er ekki eini þekkti apinn sem hefur verið búsettur í dýragarðinum í Furuvík. Linda er annar api en frásagnir af því að hún hafi mátt horfa upp á fjölskyldu sína drepna í Liberiu, áður en henni var komið í dýragarðinn, hafa vakið mikla athygli. Lögreglan heldur því fram að ekki hafi verið um annað að ræða en skjóta simpansapana því þeir hefðu ekki yfir deyfilyfjum og byssum til að nota til að taka apana úr leik. En þeir yfirtóku byggingu í dýragarðinum í Furuvik þannig að þar hefur enginn getað farið inn. Sænskir fjölmiðlar, sem og reyndar heimspressan, fjalla vitaskuld um málið en meðal þeirra sem rætt hefur verið við er Ing-Marie Petsson, sem starfaði við dýragarðinn í heil 37 ár og annaðist þar meðal annars apana. Hún er afar ósátt með það hvernig úr hefur spilast, svo vægt sé til orða tekið. Á Twitter-síðu Antons nokkurs Larssons, er grannt fylgst með gangi mála og keppast Twitternotendur við að setja inn upplýsingar um apana á þráð Larssons um málið. Insane things are happening at Furuvik Zoo. 4 chimpanzees gunned down after a break-out, a 5th shot but only wounded, 3 more on the loose. Drones are used to survey the besieged zoo, after +24 hours the bodies still litter the ground. Zoo says they were "out of tranquilizers".— Anton Larsson (@antonyaolarsson) December 15, 2022
Dýr Dýraheilbrigði Svíþjóð Dýragarðar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira