Franskir fjölmiðlar segja eldinn hafa komið upp í húsi í við götuna Chemin des Barques í hverfinu Vaulx-en-Velin, norðaustur af miðborg Lyon.
Fjórir eru sagðir alvarlega slasaðir á meðan aðrir eru með minni meiðsli, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu í morgun.
#Incendie à @vaulxenvelin69 dans un immeuble d'habitation ce vendredi 16 décembre 2022.
— Préfet de région Auvergne-Rhône-Alpes et du Rhône (@prefetrhone) December 16, 2022
Point de situation à 06h30 pic.twitter.com/FioOtXvCdI
Tilkynnt var um eldinn um klukkan þrjú í nótt að staðartíma.
Um 170 slökkviliðsmenn tóku þátt í að slökkva eldinn.