„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“ Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“
Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti