Breytingin var samþykkt af stjórn KSÍ í nóvember á þessu ári og mun taka gildi að fullu árið 2024. Segja má að um nokkuð stóra breytingu sé að ræða. Ásamt því að vera með virkt lið í meistaraflokki á Íslandsmóti kvenna þurfa félög einnig að taka virkan þátt í opinberum mótum fyrir yngri flokka kvenna.
Í reglugerðinni segir: „Leyfisumsækjandinn skal styðja við knattspyrnu kvenna, með verkefnum og starfsemi sem miða að því bæta hana, auka jafnræði, fagmennsku og áhuga.“
Leiknir Reykjavík spilaði í Bestu deild karla síðasta sumar en liðið er sem stendur ekki með meistaraflokks lið kvenna megin. Þá voru þrjú lið í Lengjudeild karla síðasta sumar – Kórdrengir, Vestri og KV – sem voru ekki með lið í meistaraflokki kvenna.
Fótbolti.net greindi fyrst frá. Hægt er að skoða leyfisreglugerð KSÍ með því að smella hérna.
Fréttin hefur verið uppfærð.