„Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 09:04 Karim Ilya verður meðal þeirra sem halda umhverfis tunglið á næsta ári. Vísir/Egill Japanskur milljarðamæringur, tónlistarmaður og leikari verður fyrsti almenni borgarinn sem fer á braut um tunglið. Hann hefur valið átta manna áhöfn listamanna til að fara með sér í þetta vægast sagt óvenjulega ferðalag. Einn af þeim er bandarískur maður sem búsettur er á Íslandi. Árið 2018 bárust fréttir af því að japanski tískumógúllinn og milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa yrði fyrsti almenni borgarinn sem flygi með Space X, geimflaug í eigu Elon Musk, í kringum tunglið. Árið 2021 tilkynnti Maezava að hann hyggðist velja átta manna áhöfn listafólks til að fara með sér. Karim Ilya er í hópi listamannanna sem Maezawa valdi til að fara með sér í fyrirhugaða geimför. Karim, sem er ljósmyndari, á íslenska konu og hefur verið búsettur hér á landi í tæp tvö ár. Aðspurður hvernig þetta hafi komið til, rifjar Karim upp atvik þegar hann sat upp í tré með vinkonu sinni fyrir tíu árum. „Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu. Hún sendi mér slóð á þetta verkefni, Dear Moon. Ég skoðaði það, og sótti um. Eftir langt umsóknarferli, viðtöl og fundi komst ég að því að ég hafði verið valinn til að vera partur af áhöfninni.“ Yusaku Maezawa hefur valið átta manna áhöfn og tvo varamenn til að fara með sér í óvenjulegt ferðalag.DearMoon Karim hefur ferðast og myndað út um allan heim og í öllum mögulegum kringumstæðum. Þessi ferð verður þó ólík öllum öðrum, en hvernig skyldi maður undirbúa sig fyrir slíkt ferðalag? „Ég hef verið að reyna ná meiri tengslum við sjálfan mig; með hugleiðslu og æfingum. Ég hef myndað neðansjávar, á köldum stöðum og í eyðimörkum, en að mynda í þyngdarleysi í geymnum er eitthvað sem ég er ekki viss um að raunverulega sé hægt að undirbúa sig fyrir.“ Áætlað er að hópurinn haldi í ferðina á næsta ári. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin frá árinu 1972, en aðeins hafa 24 manneskjur, allar frá Bandaríkjunum, farið til tunglins. Þar af hafa 12 þeirra lent á yfirborði tungslins. Karim er að sögn ákaflega spenntur fyrir þessu mikla ævintýri en viðurkennir þó, eðlilega, að það örli líka á kvíða. „Já, ég er svolítið kvíðinn en á sama tíma er ég oft í aðstæðum þar sem ég velti fyrir mér hvort þetta sé mitt síðasta. Ég ljósmynda reglulega neðansjávar með stórum sverðfiskum, mynda eldfjöll og svo framvegis. Lífið býður upp á margskonar hættur, bara það að ganga í gegnum stórborg getur verið lífshættulegt. Ég treysti vísindamönnunum og vélfræðingunum sem vinna að því að gera þessa ferð örugga og veit að það verður ekki farið af stað fyrr en það er pottþétt.“ Karim hefur tekið margar einstakar ljósmyndir sem hægt er að skoða á heimasíðu hans: https://karimiliya.com/Karim Iliya Karim hefur alltaf verið heillaður af tunglinu. „Allir hafa séð tunglið og ábyggilega á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér. Það hefur svo mikil áhrif, ekki bara á líf okkar heldur alls á jörðinni. Það er svo heillandi. Mig hefur oft dreymt um að heimsækja himingeiminn og aðrar plánetur. Að fá þetta tækifæri til að fara í þessa ferð og sjá jörðina okkar sem heild, frá geimnum, að sjá heildarmyndina; ég vona að það gefi mér möguleika á því að tengja saman punktana og átta mig á því hvernig við tengjumst þessum veruleika. Hægt er að fylgjast með Karim á Instagram hér. Heimasíðu hans má finna hér. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55 Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Árið 2018 bárust fréttir af því að japanski tískumógúllinn og milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa yrði fyrsti almenni borgarinn sem flygi með Space X, geimflaug í eigu Elon Musk, í kringum tunglið. Árið 2021 tilkynnti Maezava að hann hyggðist velja átta manna áhöfn listafólks til að fara með sér. Karim Ilya er í hópi listamannanna sem Maezawa valdi til að fara með sér í fyrirhugaða geimför. Karim, sem er ljósmyndari, á íslenska konu og hefur verið búsettur hér á landi í tæp tvö ár. Aðspurður hvernig þetta hafi komið til, rifjar Karim upp atvik þegar hann sat upp í tré með vinkonu sinni fyrir tíu árum. „Ég sagði henni að einn daginn myndi ég taka mynd af jörðinni frá tunglinu. Hún sendi mér slóð á þetta verkefni, Dear Moon. Ég skoðaði það, og sótti um. Eftir langt umsóknarferli, viðtöl og fundi komst ég að því að ég hafði verið valinn til að vera partur af áhöfninni.“ Yusaku Maezawa hefur valið átta manna áhöfn og tvo varamenn til að fara með sér í óvenjulegt ferðalag.DearMoon Karim hefur ferðast og myndað út um allan heim og í öllum mögulegum kringumstæðum. Þessi ferð verður þó ólík öllum öðrum, en hvernig skyldi maður undirbúa sig fyrir slíkt ferðalag? „Ég hef verið að reyna ná meiri tengslum við sjálfan mig; með hugleiðslu og æfingum. Ég hef myndað neðansjávar, á köldum stöðum og í eyðimörkum, en að mynda í þyngdarleysi í geymnum er eitthvað sem ég er ekki viss um að raunverulega sé hægt að undirbúa sig fyrir.“ Áætlað er að hópurinn haldi í ferðina á næsta ári. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin frá árinu 1972, en aðeins hafa 24 manneskjur, allar frá Bandaríkjunum, farið til tunglins. Þar af hafa 12 þeirra lent á yfirborði tungslins. Karim er að sögn ákaflega spenntur fyrir þessu mikla ævintýri en viðurkennir þó, eðlilega, að það örli líka á kvíða. „Já, ég er svolítið kvíðinn en á sama tíma er ég oft í aðstæðum þar sem ég velti fyrir mér hvort þetta sé mitt síðasta. Ég ljósmynda reglulega neðansjávar með stórum sverðfiskum, mynda eldfjöll og svo framvegis. Lífið býður upp á margskonar hættur, bara það að ganga í gegnum stórborg getur verið lífshættulegt. Ég treysti vísindamönnunum og vélfræðingunum sem vinna að því að gera þessa ferð örugga og veit að það verður ekki farið af stað fyrr en það er pottþétt.“ Karim hefur tekið margar einstakar ljósmyndir sem hægt er að skoða á heimasíðu hans: https://karimiliya.com/Karim Iliya Karim hefur alltaf verið heillaður af tunglinu. „Allir hafa séð tunglið og ábyggilega á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér. Það hefur svo mikil áhrif, ekki bara á líf okkar heldur alls á jörðinni. Það er svo heillandi. Mig hefur oft dreymt um að heimsækja himingeiminn og aðrar plánetur. Að fá þetta tækifæri til að fara í þessa ferð og sjá jörðina okkar sem heild, frá geimnum, að sjá heildarmyndina; ég vona að það gefi mér möguleika á því að tengja saman punktana og átta mig á því hvernig við tengjumst þessum veruleika. Hægt er að fylgjast með Karim á Instagram hér. Heimasíðu hans má finna hér.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55 Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Hættir við leit að kvenkyns ferðafélaga til tunglsins Japanskur milljarðamæringur hefur hætt við áætlanir sínar um að standa fyrir sérstakri leit að kvenkyns "lífsförunaut“ til að fylgja sér í fyrstu ferð Space X til tunglið. 30. janúar 2020 08:55
Japanskur milljarðamæringur verður fyrsti farþegi SpaceX í hringferð um tunglið Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa verður fyrsti farþegi geimfyrirtækisins SpaceX til þess að fara í hringferð um tunglið. 18. september 2018 07:39