„Sviðsettur blaðamannafundur“ hafi verið gróf atlaga að æru Áslaugar Thelmu Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2022 09:21 Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar. Vísir/Friðrik Þór Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar, segja blaðamannafund sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt um vinnustaðamenningu og mannauðsmál sín hafa verið sviðsettan. Markmiðið með fundinum hafi verið að vega gróflega gegn æru Áslaugar Thelmu og til að upphefja OR, dótturfélög fyrirtækisins og stjórnendur þeirra. Þetta kemur fram í stefnu Áslaugar Thelmu gegn Orku náttúrunnar (ON) sem er eitt dótturfélaga OR. Líkt og fram kom á Vísi í gær krefur Áslaug Thelma ON um 125 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnar hennar árið 2018. Vísir hefur stefnuna undir höndum. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum árið 2018 og höfðaði hún mál gegn ON. Fyrirtækið var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn en Landsréttur sneri dómnum við. OR ákvað að áfrýja þeirri niðurstöðu ekki. Forsaga málsins er rakin ítarlega í fréttaskýringu sem má lesa hér fyrir neðan. Í stefnu Áslaugar Thelmu kemur fram að samkvæmt dómi Landsréttar hafi ON bakað sér skaðabótaskyldu gegn Áslaugu vegna þess fjárhagslegs tjóns sem hún kynni að hafa orðið fyrir. Þá staðfesti dómurinn að eftir uppsögn Áslaugar hafi fyrirsvarsmenn ON vegið að æru hennar og persónu með síðbúnum skýringum um að uppsögnin hafi byggst á ófullnægjandi frammistöðu hennar í starfi. Samkvæmt stefnunni hefur Áslaug verið óvinnufær vegna áfallsins sem hún varð fyrir við uppsögnina. Lagt er fram vottorð frá sálfræðingi og lækni sem hafa metið hana óvinnufæra. Krafist er þess að ON greiði allan sjúkrakostnað, annað fjártjón og miska. Gífurlegt launatap Krafa Áslaugar um 125 milljónir er meðal annars byggð á gífurlegu launatapi. Á þessum tíma hefur hreint tekjutap hennar verið tæpar 65 milljónir króna. Miðað við árlegar viðræður um launakjör hefðu laun hennar hækkað árlega og því sé tekjutapið nær áttatíu milljónum í raun. Sigurður G., lögmaður Áslaugar, var gestur í Bítinu í morgun, þar sem hann útskýrði hvers vegna krafa þeirra sé svona há. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég fæ ekki þessar bætur dæmdar algjörlega þegjandi og hljóðalaust. En ég verð hins vegar að hafa þær hærri þar sem ég veit ekki fyrr en ég hef matsgrein í hendi hvaða áhrif þetta hafði á líf þessa einstaklings,“ segir Sigurður. Dómskvaddir matsmenn þurfi að meta hversu mikið uppsögnin skerti aflahæfni Áslaugar Thelmu það sem eftir er. Til þess að vera öruggur þurfi að hafa upphæðin hærri. Klippa: Bítið - Mannorðið í molum og vill bætir Í stefnunni segir að við ákvörðun miskabóta verði að taka tillit til alvarleika atlögu ON að starfsheiðri og starfsgetu Áslaugar. ON hafi ekki einungis sagt Áslaugu upp án skýringa og beðið hana um að yfirgefa vinnustaðinn þess í stað, heldur létu forsvarsmenn OR og ON innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinna úttekt á starfsmannamálum félaganna almennt, sérstaklega á ráðningu og störfum Áslaugar í því skyni að geta réttlætt uppsögnina. Skýrslan bar heitið „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“ þegar hún var gerð opinber að hluta. Skýrslan var síðan kynnt fyrir starfsmönnum OR og ON og síðar var efnt til blaðamannafundar vegna hennar. „Blaðamannafundurinn var sviðsettur og stjórnað af þáverandi fréttahönnuði Orkuveitu Reykjavíkur, Eiríki Hjálmarssyni, og öllu tjaldað til svo gera mætti hann sem áhrifamestan, og aðili fenginn til að skrifa grein sem birt var í dagblaði í nafni Bjarna Más Júlíussonar, þess sem brotið hafði á stefnanda og síðan rekið hana,“ segir í stefnunni. Stormur í vatnsglasi Á fundinum var áréttað að allt væri og hefði verið í sóma í mannauðsmálum hjá OR og dótturfélögum, allir væru ánægðir og að Áslaugu hafi verið sagt upp vegna frammistöðuvanda. Áslaug hafi sjálf búið til „storm í vatnsglasi“ í kringum málið. Berglind Rán Ólafsdóttir.Aðsend „Blaðamannafundurinn og þær dylgjur og aðdróttanir sem þar komu fram og beindust að stefnanda fólu í sér grófa atlögu að æru stefnanda; atlögu sem var tilefnislaus og gerð til að upphefja Orkuveitu Reykjavíkur ohf., dótturfélög og stjórnendur þeirra á kostnað stefnanda. Þessa ógeðfelldu atlögu að æru stefnanda sem ekkert hafði unnið sér til sakar verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Í stefnunni er skorað á Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, til að mæta fyrir hönd félagsins þegar málið verður dómtekið þann 27. október næstkomandi. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 „Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Þetta kemur fram í stefnu Áslaugar Thelmu gegn Orku náttúrunnar (ON) sem er eitt dótturfélaga OR. Líkt og fram kom á Vísi í gær krefur Áslaug Thelma ON um 125 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnar hennar árið 2018. Vísir hefur stefnuna undir höndum. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum árið 2018 og höfðaði hún mál gegn ON. Fyrirtækið var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn en Landsréttur sneri dómnum við. OR ákvað að áfrýja þeirri niðurstöðu ekki. Forsaga málsins er rakin ítarlega í fréttaskýringu sem má lesa hér fyrir neðan. Í stefnu Áslaugar Thelmu kemur fram að samkvæmt dómi Landsréttar hafi ON bakað sér skaðabótaskyldu gegn Áslaugu vegna þess fjárhagslegs tjóns sem hún kynni að hafa orðið fyrir. Þá staðfesti dómurinn að eftir uppsögn Áslaugar hafi fyrirsvarsmenn ON vegið að æru hennar og persónu með síðbúnum skýringum um að uppsögnin hafi byggst á ófullnægjandi frammistöðu hennar í starfi. Samkvæmt stefnunni hefur Áslaug verið óvinnufær vegna áfallsins sem hún varð fyrir við uppsögnina. Lagt er fram vottorð frá sálfræðingi og lækni sem hafa metið hana óvinnufæra. Krafist er þess að ON greiði allan sjúkrakostnað, annað fjártjón og miska. Gífurlegt launatap Krafa Áslaugar um 125 milljónir er meðal annars byggð á gífurlegu launatapi. Á þessum tíma hefur hreint tekjutap hennar verið tæpar 65 milljónir króna. Miðað við árlegar viðræður um launakjör hefðu laun hennar hækkað árlega og því sé tekjutapið nær áttatíu milljónum í raun. Sigurður G., lögmaður Áslaugar, var gestur í Bítinu í morgun, þar sem hann útskýrði hvers vegna krafa þeirra sé svona há. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég fæ ekki þessar bætur dæmdar algjörlega þegjandi og hljóðalaust. En ég verð hins vegar að hafa þær hærri þar sem ég veit ekki fyrr en ég hef matsgrein í hendi hvaða áhrif þetta hafði á líf þessa einstaklings,“ segir Sigurður. Dómskvaddir matsmenn þurfi að meta hversu mikið uppsögnin skerti aflahæfni Áslaugar Thelmu það sem eftir er. Til þess að vera öruggur þurfi að hafa upphæðin hærri. Klippa: Bítið - Mannorðið í molum og vill bætir Í stefnunni segir að við ákvörðun miskabóta verði að taka tillit til alvarleika atlögu ON að starfsheiðri og starfsgetu Áslaugar. ON hafi ekki einungis sagt Áslaugu upp án skýringa og beðið hana um að yfirgefa vinnustaðinn þess í stað, heldur létu forsvarsmenn OR og ON innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinna úttekt á starfsmannamálum félaganna almennt, sérstaklega á ráðningu og störfum Áslaugar í því skyni að geta réttlætt uppsögnina. Skýrslan bar heitið „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“ þegar hún var gerð opinber að hluta. Skýrslan var síðan kynnt fyrir starfsmönnum OR og ON og síðar var efnt til blaðamannafundar vegna hennar. „Blaðamannafundurinn var sviðsettur og stjórnað af þáverandi fréttahönnuði Orkuveitu Reykjavíkur, Eiríki Hjálmarssyni, og öllu tjaldað til svo gera mætti hann sem áhrifamestan, og aðili fenginn til að skrifa grein sem birt var í dagblaði í nafni Bjarna Más Júlíussonar, þess sem brotið hafði á stefnanda og síðan rekið hana,“ segir í stefnunni. Stormur í vatnsglasi Á fundinum var áréttað að allt væri og hefði verið í sóma í mannauðsmálum hjá OR og dótturfélögum, allir væru ánægðir og að Áslaugu hafi verið sagt upp vegna frammistöðuvanda. Áslaug hafi sjálf búið til „storm í vatnsglasi“ í kringum málið. Berglind Rán Ólafsdóttir.Aðsend „Blaðamannafundurinn og þær dylgjur og aðdróttanir sem þar komu fram og beindust að stefnanda fólu í sér grófa atlögu að æru stefnanda; atlögu sem var tilefnislaus og gerð til að upphefja Orkuveitu Reykjavíkur ohf., dótturfélög og stjórnendur þeirra á kostnað stefnanda. Þessa ógeðfelldu atlögu að æru stefnanda sem ekkert hafði unnið sér til sakar verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Í stefnunni er skorað á Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, til að mæta fyrir hönd félagsins þegar málið verður dómtekið þann 27. október næstkomandi.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 „Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01