Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals Andri Már Eggertsson skrifar 13. desember 2022 22:20 Kim Andersson og Christoffer Svensson standa vörnina gegn Aroni Degi Vísir/Hulda Margrét Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við vorum búnir að sjá þá spila og við vissum að þeir myndu refsa okkur ef við myndum gera mistök. Ég er orðinn fertugur og það var erfitt fyrir mig að spila á móti þeim og þeir hlaupa svo mikið en auðvitað er ég ánægður með sigurinn hér á Íslandi,“ sagði Kim Andersson og hélt áfram. „Ég reyndi að hlaupa eins og ég gat í svona hröðum leik en ungu strákarnir þeir hlaupa eins og hestar en sem betur fer náðum við að skora okkar mörk og þeir gátu ekki refsað okkur í hvert einasta skipti.“ Kim Andersson var ánægður með byrjun Ystad í síðari hálfleik þar sem gestirnir frá Svíþjóð gerðu fimm mörk í röð. „Við byrjuðum leikinn stressaðir og vorum ekki að sækja á markið en í seinni hálfleik breyttist það og við náðum nokkrum mörkum í röð. Ég var ánægður með hvernig við héldum aga þegar Valur kom til baka og okkur tókst að vinna leikinn.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni hefur Ystad snúið við blaðinu og unnið síðustu fjóra leiki. „Í fyrsta leik gegn Pauc vorum við stressaðir og vorum eins og lítil börn þar sem við vissum ekki hvað við vorum að fara út í en síðan var svekkjandi að tapa í Ungverjalandi.“ „Eftir tvo tapleiki unnum við Flensburg sem var óvænt en það gaf okkur sjálfstraust sem hefur fleytt okkur áfram.“ Þrátt fyrir að hafa unnið fjóra leiki í röð vildi Kim ekki vera með neinar yfirlýsingar um að Ystad gæti farið alla leið og unnið Evrópudeildina. „Ég veit ekki hvort við getum farið alla leið. Við tökum einn leik í einu og dagskráin okkar er erfið þar sem við eigum fimm leiki eftir þar til við förum í pásu í janúar og við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði Kim Andersson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Sjá meira