Viðræðum slitið um myndun nýrrar stjórnar í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 21:55 Leiðtogar færeysku flokkanna í sjónvarpskappræðum Kringvarpsins. Kringvarpið Jafnaðarflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum. Ágreiningur um ríkisstuðning frá Danmörku reyndist of stór biti til að kyngja, segir í frétt Kringvarps Færeyja. Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja: Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Stefna Framsóknar hefur verið sú að draga jafnt og þétt úr þeim greiðslum sem Færeyingar fá frá Dönum með það að markmiði að þær heyri sögunni til innan tíu ára, enda séu Færeyjar með ríkustu löndum heims. Sambandsflokkurinn hefur viljað sem minnstar breytingar á ríkjasambandinu við Danmörku. Áherslan eigi ekki að vera á sjálfstæði heldur á að færeysku þjóðinni farnist sem best efnahagslega. Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, var sigurvegari kosninganna. Flest bendir til að hann verði næsti lögmaður Færeyja.Javnaðarflokkurin Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í þingkosningum síðastliðinn fimmtudag stóð Jafnaðarflokkurinn, C-listinn, systurflokkur Samfylkingarinnar, uppi sem sigurvegari kosninganna. Hann var orðinn stærsti flokkur Færeyja, undir forystu Aksels Johannesen, og hafði fellt stjórn Bárðar á Steig Nielsen, leiðtoga Sambandsflokksins. En það var einnig annar sigurvegari, miðjuflokkurinn Framsókn. Kringvarp Færeyja sagði formann Framsóknar, Ruth Vang, hafa lykilinn að næstu stjórnarmyndun. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, og núverandi lögmaður Færeyja. Fyrir framan hann situr Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins, og fyrir aftan Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis.Mynd/Kringvarp Færeyja. Aksel V. Johannesen hyggst nú reyna að mynda stjórn til vinstri með Framsókn og Þjóðveldi. Þessir þrír flokkar sátu saman í stjórnarandstöðu og virtist blasa við eftir að stjórnin féll að þeir myndu strax hefja stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Framsóknar, Ruth Vang, vildi hinsvegar fyrst reyna stjórnarmyndun með Sambandsflokknum, sem telst á hægri vængnum, og Jafnaðarflokknum þar sem henni hugnaðist ekki að vera hluti af blokkarmyndun á vinstri vængnum. Viðræður Jafnaðarflokksins, Framsóknar og Sambandsflokksins hófust í gær og héldu svo áfram í dag þar til upp úr slitnaði í kvöld. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldis, og Ruth Vang, formaður Framsóknar.Kringvarpið Høgni Hoydal og Þjóðveldið biðu á meðan á hliðarlínunni í von um að Aksel og Ruth sneru sér yfir á vinstri vænginn. Núna reynir á hvort hún kyngi því að mynda stjórn til vinstri með Jafnaðarflokknum og Þjóðveldinu, sem er systurflokkur Vinstri grænna. Hvernig sem fer bendir flest til þess að Aksel V. Johannesen verði næsti lögmaður Færeyja en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019. Fjallað var um stjórnmálastöðuna í fréttum Stöðvar 2, eins og hún birtist áður en viðræðunum var slitið í kvöld: Í fyrstu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands til Færeyja árið 2017 var Aksel V. Johannesen gestgjafi sem lögmaður Færeyja:
Færeyjar Tengdar fréttir Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9. desember 2022 07:24
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34