Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 20:28 Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins. Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurði mannanna tveggja úr gildi í dag. Krafa ákæruvaldsins var byggð á tilteknu ákvæði laga um meðferð sakamála, en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að úrskurða mann í gæsluvarðhald ef telja má „gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings.“ Litið hefur verið svo á að gæsluvarðhaldi, á grundvelli ákvæðisins, verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji. Í úrskurðunum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að eðlilegt sé að skýra ákvæðið þannig að árás sé ekki aðeins möguleg heldur verði eitthvað að benda til þess að hún sé yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Gögn málsins voru ekki talin þannig úr garði gerð að áskilnaði lagaákvæðisins væri fullnægt. Þá var einnig litið til vitnisburðar geðlæknis sem sagði að heilbrigði mannsins yrði ekki talið þannig að hætta stafi af þeim, hvorki fyrir hann sjálfan né aðra einstaklinga eða hópa. Landsréttur reifaði að áður hafi verið fallist á gæsluvarðhald en nú liggi hins vegar fyrir ítarleg matsgerð, byggð á viðtölum við sakborninga, læknisfræðilegra gagna auk rannsóknargagna og áhættumati lögreglu. Í ljósi niðurstöðu matsgerðarinnar og með hliðsjón af kröfum lagaákvæðisins, voru ekki talin hafa verið færð fullnægjandi rök fyrir því að nauðsynlegt væri að mennirnir sætu áfram gæsluvarðhald á grundvelli ákvæðisins.
Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00