Sögulegum áfanga náð í kjarnasamruna: „Eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2022 15:25 Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði áfangann tímamót á blaðamannafundi í dag. Getty/Chip Somodevilla Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa náð að framleiða umfram orku með kjarnasamruna á tilraunarstofu en um er að ræða stórt skref í áttina að því að geta framleitt nær óþrjótandi hreina orku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að rannsóknir um kjarnasamruna hófust á sjötta áratug síðustu aldar sem kjarnasamruni hefur skilað meiri orku en það tók til að framleiða hana. „Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
„Í einföldu máli þá er þetta eitt mikilvægasta afrek 21. aldarinnar á sviði vísinda,“ sagði Jennifer Granholm, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hún tilkynnti um málið skömmu fyrir klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma. Um væri að ræða tímamót sem færðu heimsbyggðina mikilvægu skrefi nær óþrjótandi kolefnislausri samrunaorku. BREAKING NEWS: This is an announcement that has been decades in the making. On December 5, 2022 a team from DOE's @Livermore_Lab made history by achieving fusion ignition. This breakthrough will change the future of clean power and America s national defense forever. pic.twitter.com/hFHWbmCNQJ— U.S. Department of Energy (@ENERGY) December 13, 2022 Kim Budil, yfirmaður Larence Livermore-rannsóknarstöðvarinnar, tók þó fram á blaðamannafundinum að það myndi eflaust taka langan tíma þar til kjarnasamruni verður notaður til að búa til orku fyrir almenning. Með sameiginlegu átaki og fjárfestingum gætu nokkra áratuga rannsóknir á tækninni leitt til þess að orkuver yrði byggt. Fölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum höfðu áður greint frá uppgötvuninni og vísuðu þau í heimildarmenn sem sögðu vísindamenn við Kvikunarstöðvar Bandaríkjanna (NIF) við Lawrence Livermore-rannsóknarstöðina í Kaliforníu hafa náð að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Skýringarmynd sem sýnir ferlið við kjarnasamruna. Samkvæmt upplýsingum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna tókst vísindamönnum þann fimmta desember síðastliðinn að framleiða 3,15 megajúl af samrunaorku með því að nota aðeins 2,05 megajúl. Þar með tókst þeim að framleiða um 50 prósent meira af orku en notuð var til samrunans. Marv Adams, aðstoðarstjórnandi hjá kjarnorkuöryggisstofnun Bandaríkjanna (NNSA), útskýrði nánar á blaðamannafundinum í dag hvað vísindamennirnir gerðu til að ná fram kjarnasamruna. Hann sýndi lítinn hólk, svipaðann og þann sem var notaðir við tilraunina, en inni í honum hafi verið hylki með tví- og þrívetni, samsætum vetnis, á stærð við piparkorn. Vísindamenn beindu því næst 192 leysigeislum að tveimur hliðum hólksins en geislarnir lentu á veggjum hólksins og komu þar fyrir orku. Þaðan skutust röntgengeislar að hylkinu sjálfu, frumeindirnar í hylkinu runnu saman, náðu þriggja milljóna gráðu hita, og mynduðu þar með samrunaorku. Allt gerðist þetta á örfáum sekúndum. Áfram langt í land Kjarnasamruni á sér stað náttúrulega í kjarna sólarinnar og annarra stjarna þar sem þyngdarkraftur þeirra þrýstir frumeindum saman við gríðarlegan hita. Gríðarlega orku þarf til að koma kjarnasamruna af stað og þar til núna hefur engum tekist að framleiða meiri orku með kjarnasamruna en þá sem tók til að hefja hann. Draumórar hafa lengi verið um að kjarnasamruni, líkt og sá sem knýr sólina, verði framtíðarorkugjafi mannkyns en með honum væri í kenningunni hægt að framleiða nær óþrjótandi hreina orku. Engar gróðurhúsalofttegundir losna við kjarnasamruna og aðeins lítið magn af geislavirku efni fellur til sem er þar að auki með margfalt skemmri helmingunartíma en geislavirkur úrgangur hefðbundinna kjarnorkuvera sem nota kjarnakljúfa. Þó afrek vísindamannanna sé stórt og mikilvægt skref í áttina að þeim draumórum er áfram langt í land þar til hægt verður að framleiða orku í stórum mæli og utan rannsóknarstofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vísindi Bandaríkin Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59 Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32 Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Sjá meira
Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi. 13. desember 2022 14:59
Tilkynning um stóran áfanga í kjarnasamruna sögð væntanleg Bandaríska orkumálaráðuneytið ætlar að tilkynna um stóran áfanga í kjarnasamruna á morgun. Vísindamenn eru sagðir hafa náð kjarnasamruna sem framleiddi meiri orku en fór í að hrinda honum af stað. 12. desember 2022 10:32
Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann. 18. ágúst 2021 09:45