Styrktu Ljónshjarta um 8,5 milljónir eftir bolasölu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2022 11:57 8,5 milljónir söfnuðust í Konur eru konum bestar verkefninu þetta árið. Konur eru konum bestar Konur eru konum bestar styrkti Ljónshjarta, samtök sem styðja við ungt fólk sem missir maka og börn sem missa foreldra, um 8.500.000 krónur og afhentu þann 9. desember síðastliðinn. Um er að ræða ágóða af árlegri bolasölu hópsins, en auk ágóðans af sölunni var Íslandsbanki bakhjarl verkefnisins. Styrkurinn mun renna beint í sjóð sem greiðir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem missa foreldri en árlega missa um hundrað börn á Íslandi foreldri. Átakið Konur eru konum bestar stóð fyrir árlegri bolasölu í september síðastliðnum líkt og undanfarin ár. Verk eftir Kristínu Dóru Ólafsdóttur prýddi bolina sem á stóð: „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Aldís, Nanna, Elísabet, Andrea og Kristín.Konur eru konum bestar Auk Kristínar Dóru voru það Elísabet Gunnarsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir sem stóðu að söfnuninni. „Ég er ótrúlega stolt af þessu átaki, ég veit að þessi styrkur er kominn á góðan stað og það er út af öllu fólkinu sem tekur þátt í þessu með okkur árlega og kaupir boli sem þetta er hægt. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Nanna Kristín um verkefnið. Konur eru konum bestar Metsala var á bolunum þetta árið og kláraðist fyrsta upplag á örfáum dögum. Frá árinu 2017 hefur hópur kvenna undir merkjum Konur eru konum bestar selt boli fyrir góðan málstað og hafa nú safnast alls 26.400.000 kr frá því að hópurinn hóf góðgerðarstarf sitt. Árið 2017 safnaði hópurinn einni milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 lögðu þær 1,9 milljónir í menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og árið 2019 3,7 milljónir til Krafts. Árið 2020 styrktu þær Bjarkarhlíð um 6,8 milljónir og Stígamót um 4,5 milljónir á síðasta ári. Metið var svo slegið í ár eins og áður sagði og var styrkurinn 8,5 milljónir. Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31 Konur eru konum bestar söfnuðu 6,8 milljónum fyrir Bjarkarhlíð Alls söfnuðust 6,8 milljónir í söfnunarátakinu Konur eru konum bestar fyrir Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. 5. desember 2020 17:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Um er að ræða ágóða af árlegri bolasölu hópsins, en auk ágóðans af sölunni var Íslandsbanki bakhjarl verkefnisins. Styrkurinn mun renna beint í sjóð sem greiðir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem missa foreldri en árlega missa um hundrað börn á Íslandi foreldri. Átakið Konur eru konum bestar stóð fyrir árlegri bolasölu í september síðastliðnum líkt og undanfarin ár. Verk eftir Kristínu Dóru Ólafsdóttur prýddi bolina sem á stóð: „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta.“ Aldís, Nanna, Elísabet, Andrea og Kristín.Konur eru konum bestar Auk Kristínar Dóru voru það Elísabet Gunnarsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir sem stóðu að söfnuninni. „Ég er ótrúlega stolt af þessu átaki, ég veit að þessi styrkur er kominn á góðan stað og það er út af öllu fólkinu sem tekur þátt í þessu með okkur árlega og kaupir boli sem þetta er hægt. Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Nanna Kristín um verkefnið. Konur eru konum bestar Metsala var á bolunum þetta árið og kláraðist fyrsta upplag á örfáum dögum. Frá árinu 2017 hefur hópur kvenna undir merkjum Konur eru konum bestar selt boli fyrir góðan málstað og hafa nú safnast alls 26.400.000 kr frá því að hópurinn hóf góðgerðarstarf sitt. Árið 2017 safnaði hópurinn einni milljón fyrir Kvennaathvarfið. Árið 2018 lögðu þær 1,9 milljónir í menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar og árið 2019 3,7 milljónir til Krafts. Árið 2020 styrktu þær Bjarkarhlíð um 6,8 milljónir og Stígamót um 4,5 milljónir á síðasta ári. Metið var svo slegið í ár eins og áður sagði og var styrkurinn 8,5 milljónir.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31 Konur eru konum bestar söfnuðu 6,8 milljónum fyrir Bjarkarhlíð Alls söfnuðust 6,8 milljónir í söfnunarátakinu Konur eru konum bestar fyrir Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. 5. desember 2020 17:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31
Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31
Konur eru konum bestar söfnuðu 6,8 milljónum fyrir Bjarkarhlíð Alls söfnuðust 6,8 milljónir í söfnunarátakinu Konur eru konum bestar fyrir Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. 5. desember 2020 17:00