Enski boltinn

Vilja selja Man Utd snemma árs 2023 en verð­miðinn talinn of hár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester United er til sölu.
Manchester United er til sölu. Matthew Ashton/Getty Images

Enska knattspyrnuliðið Manchester United er til sölu. Talið er að eigendur þess, Glazer-fjölskyldan, vilji á milli sex til sjö milljarða sterlingspunda fyrir félagið eða um það bil þúsund milljarða íslenskra króna.

Það eru rétt rúmar þrjár vikur síðan Manchester United var sett á sölu. Ekki var vitað hvort eigendur félagsins væru að selja hlut af félaginu eða félagið í heild. Skömmu síðar kom í ljós að Man United í heild sinni væri til sölu.

Íþróttavefurinn The Athletic hefur tekið saman hvað hefur gengið á síðan og hvernig salan mun fara fram. Sem stendur er talið að stefnt sé að því að selja Manchester United á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023. Verðið sem nefnt er til sögunnar er á milli sex og sjö milljónir punda.

Vefurinn staðfestir einnig að fjögur af sex systkinunum sem mynda Glazer-fjölskylduna hafa viljað selja sinn hlut í félaginu í langan tíma. Nú loks eru Joel og Avram Glazier tilbúnir í að selja sinn hlut.

Sem stendur eru fjölmargir áhugasamir aðilar en það virðist þó enginn vera tilbúinn að punga út upphæðinni sem Glazer-fjölslyldan vill.


Tengdar fréttir

Stuðningsmannahópar United birta kröfugerð fyrir nýja eigendur

Yfir fimmtíu stuðningsmannahópar Manchester United hafa birt lista með kröfum fyrir mögulega nýja eigendur félagsins. Eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan, tilkynntu fyrir nokkru að þeir íhuga að selja félagið eftir að hafa átt það í 17 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×