Salóme til PayAnalytics Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2022 19:12 Salóme Guðmundsdóttir. Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu. Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Vistaskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Salóme starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups árin 2014 til 2021. Þar áður var hún forstöðumaður Opna háskólans í HR. Salóme hefur víðtæka reynslu af ýmsum nefndar og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og situr m.a. í stjórn Eyrir Ventures og Viðskiptaráði Íslands. Salóme er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. „Það er spennandi áskorun að ganga til liðs við reynslumikið teymi PayAnalytics á þessum tímapunkti. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og framundan eru gríðarleg tækifæri til frekari sóknar um allan heim. Ég hlakka til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Salóme í áðurnefndri tilkynningu. PayAnalytics er nafn fyrirtækisins og hugbúnaðar sem á að gera stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Samkvæmt tilkynningunni sýnir hugbúnaðurinn hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og eykur skilning á launaskipan fyrirtækisins. Hugbúnaður er í boði á sjö tungumálum og er notaður í 75 löndum víða um heim, þar á meðal í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Kína og tryggir nú þegar sanngirni í kjörum hjá um 30 prósent af þeim sem starfa á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Grósku ásamt skrifstofum í þremur löndum utan Íslands. „Stóra verkefnið er að tryggja áframhaldandi vöxt PayAnalytics á heimsvísu. Það felur meðal annars í sér verkefni sem snúa að öflun nýrra viðskiptatækifæra, upplifun viðskiptavina, þróun þjónustunnar og markaðssetningu á lausn fyrirtækisins. Salóme hefur breiða reynslu á sviði stjórnunar, sölu og markaðsmála auk þess sem reynsla hennar af alþjóðlegum verkefnum og öflugt tengslanet mun nýtast fyrirtækinu vel við frekari uppbyggingu,“ segir Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.
Vistaskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira