Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 20:08 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira