Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2022 20:23 Sveinn Andri Sveinsson er verjandi annars mannsins. vísir/vilhelm Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mennirnir eru báðir ákærðir fyrir vopnalagabrot og fyrir tilraun til hryðjuverka á grundvelli 100. gr. a. almennra hegningarlaga sem snýr að hryðjuverkum og undirbúningi þeirra en ákvæðið gerir ráð fyrir allt að ævilöngu fangelsi. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa. Þetta er furðuleg framsetning og engan vegin hægt að henda reiður á þessu,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannana. Finnst þér ákæruvaldið ganga of langt? „Allt of langt. Það er ákært fyrir tilraun, en eina tilraun málsins er að rústa lífi tveggja ungra manna.“ Í lok september boðaði lögregla til blaðamannafundar þar sem greint var frá því að mennirnir hefðu verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum og að meint hryðjuverk hafi beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. „Tugur af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal hafa verið haldlögð í aðgerðum lögreglu ásamt þúsundum af skotfærum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í september. Lögreglan hafi farið offari með blaðamannafundi Mennirnir hafa verið í haldi í tæpa þrjá mánuði og segir Sveinn allar aðgerðir ákæruvaldsins miða að því að réttlæta frumhlaup lögreglunnar frá því í haust. Hvað finnst þér um þá lengd sem þeir hafa verið í haldi? „Bara rugl. Þetta er skelfilegt. Það er búið að setja líf tveggja manna á hliðina út af einhverju egói.“ Hvers vegna heldur þú að lögreglan gangi þá svona langt? „Þeir fóru offari í upphafi og allar þeirra aðgerðir miða að því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september síðastliðinn.“ „Rugl spjall“ Hann segir umbjóðanda sinn saklausan og skoðar nú hvort farið verði fram á frávísun í málinu sökum óskýrrar ákæru. „Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur.“ En er fjallað um hótanir í ákærunni, eða byggir hún bara á vopnunum? „Bara spjall þeirra á milli. Rugl spjall þeirra á milli, það er það eina sem liggur fyrir í málinu.“ Var þetta spjall þá sett fram í hálfkæringi? „Já þeirra á milli, að mínu mati algjörlega í hálfkæringi.“ Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður hins sakborningsins tekur undir orð Sveins. Ákæra komi verulega á óvart og neitar umbjóðandi hans einnig sök. Héraðsdómur féll í dag á fjögurra vikna áframhaldandi varðhaldi yfir mönnunum tveimur og verða þeir í haldi til sjötta janúar. Sveinn og Einar hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00
Verða ákærðir fyrir hryðjuverkabrot Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 9. desember 2022 09:58