Sleppa rauðum dregli í Hörpu fyrir mosa, jökulár og stuðlaberg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2022 11:20 Íslendingar halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár. Samsett Rauði dregillinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fara fram á morgun verður ekki rauður heldur með öðru sniði en vaninn er á slíkum hátíðum. Stjörnurnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu umkringdar íslenskri náttúru. Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær. Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær.
Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein