Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 08:01 Fatma Samoura, framkvæmdastýra FIFA, ásamt forsetanum Gianni Infantino. Matt Roberts - FIFA/FIFA via Getty Images Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð. Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við. FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við.
FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira