Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 08:01 Fatma Samoura, framkvæmdastýra FIFA, ásamt forsetanum Gianni Infantino. Matt Roberts - FIFA/FIFA via Getty Images Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð. Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við. FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Vitni að slysinu segja að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Samoura var stödd á viðburði á vegum sambandsins í Katar í gær þegar hún var innt eftir svörum um verkamanninn og aðstöðu verkamanna almennt í ríkinu. Hún sagði ekki viðeigandi að ræða þann látna. FIFA general secretary Fatma Samoura has refused to answer questions on the death of a migrant worker during the World Cup in Qatar. @Mockneyrebel pic.twitter.com/XNYzARu7Gq— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 8, 2022 „Ég held að við séum öll hér fyrir ráðstefnuna,“ sagði Samoura. „Ef þú vilt að ég ræði ráðstefnuna frekar, þá er ég klár. Ef þú vilt ræða eitthvað annað, þá get ég ekki hjálpað þér,“ „Við höfum þegar útskýrt í löngu máli aðgerðir okkar í tengslum við Katar,“ sagði Samoura við blaðamann. „Mér finnst það ekki viðeigandi þegar fólk kemur hingað að læra hluti, að við séum að tala um hluti sem við höfum þegar rætt fyrir mánuðum síðan,“ sagði Samoura enn frekar. Framkvæmdastjóri mótsins ósáttur við spurningarnar Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var litlu hressari með spurningar af þessu meiði, líkt og greint var frá í gær. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ sagði Al Khater um atvikið. Segja dauðsföll talin á fingrum annarrar handar Slæm aðstaða verkafólks hefur verið á meðal þess sem helst hefur verið gagnrýnt við heimsmeistaramótið í Katar frá því að ríkið hlaut gestgjafarétt árið 2010. Skýrsla Guardian frá því í fyrra segir minnst 6.500 verkamenn hafa látist við uppbyggingu mótsins. Forseti FIFA, Gianni Infantino, sagði Evrópuþinginu á þessu ári dauðsföll vegna uppbyggingar fótboltavalla á mótinu vera þrjú - sem er í samræmi við tölur sem katarska ríkið hefur gefið út og þær tölur sem Al Khater heldur á lofti. Mannréttindasamtök hafa ítrekað gagnrýnt Katar fyrir að rannsaka ekki dauðsföll verkafólks, halda illa utan um slíkar tölur og bregðast seint og illa við.
FIFA HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti