Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Elísabet Inga Sigurðardóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 8. desember 2022 23:18 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum. Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Í gær greindi fréttastofa frá raunveruleika Brynju Hrannar Bjarnadóttur, öryrkja og leigjanda hjá leigufélaginu Ölmu sem fékk þær fréttir um mánaðamótin að leiga hennar myndi hækka um 30 prósent eftir mánaðamót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR vakti fyrst athygli á sögu Brynju en síðan þá hefur stjórnmálafólk lýst yfir óánægju sinni með fyrirkomulag leigufélagsins og ástand leigumarkaðarins í heild sinni. Þá hefur leigufélagið sjálft ekki tjáð sig að ráði vegna málsins en sagðist í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld, þurfa að hækka leiguverð hjá sumum leigjendum vegna efnahagsástandsins. „Í ljósi núverandi efnahagsástands er Alma nauðbeygð til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út. Alma mun eftir fremsta megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þess ber þó að halda til haga að sú hækkun sem fjölmiðlar hafa fjallað um endurspeglar ekki almennt þær verðhækkanir sem Alma hefur þurft að ráðast í. Leiguverð íbúða og hækkanir miðast við stærð, staðsetningu og ástand, óháð því hver leigir þær,“ segir í tilkynningunni. Þegar hún er spurð út í aðkomu stjórnvalda að leigumarkaðinum í heild sinni segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stjórnvöld bera ábyrgð á umgjörð íbúðamarkaðarins hérlendis. Hvernig finnst þér aðkoma stjórnvalda við erum bara að tala um leigumarkaðinn í heild sinni. „Það er ekkert sem fellur hér af himnum ofan. Það er ekkert til sem heitir frjáls markaður í því samhengi að það eru auðvitað reglur og rammi þarna í kringum. Við í Samfylkingunni höfum til að mynda talað fyrir leigubremsu, sérstaklega á tímum sem þessum til að koma í veg fyrir óeðlilegar og óhóflega hækkanir, það hafa stjórnvöld ekki viljað gera,“ segir Kristrún. Ekki eðlilegt að öllu sé fleytt áfram á neytendur Hún vísar því á bug að ríkisstjórnin sé að gera allt sem hún geti til þess að sporna við hækkunum en nú sé til umræðu að skera niður fjárheimildir sem geti aðstoðað leigjendur. „Það á að skera niður fjárheimildir til uppbyggingu óhagnaðardrifins leiguhúsnæðis sem er nákvæmlega húsnæði sem myndi vega á móti starfsemi og hækkana slíkra félaga og gerir það að verkum að fólk sem er á almennum leigumarkaði hefur þá valkost að fara í ódýrara húsnæði,“ segir Kristrún. Aðspurð hver ábyrgð leigufélagsins umrædda sé í málinu segir hún félagið bera ríka ábyrgð. „Það eru allir að reyna að standa saman í dag, að reyna að halda aftur af verðhækkunum. Það er ekki eðlilegt að það sé öllu fleytt áfram í verðlag og yfir á neytendur þannig að það er líka rík ábyrgð meðal fyrirtækja. En það eru stjórnvöld sem skapa rammann og það verður líka að sýna þrýsting gagnvart þeim,“ segir Kristrún að lokum.
Stéttarfélög Leigumarkaður Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira