Brynja fær íbúð en óttast einangrun á Ásbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 15:45 Brynja Bjarnadóttir segist vera á götunni eftir að Íbúðarfélag hækkaði við hana leigu um fjórðung. Það gefur henni tvo mánuði til að endurnýja eða flytja ella. Vísir/Ívar Brynja Hrönn Bjarnadóttir, 65 ára öryrki sem fékk 30 prósenta hækkun á leiguverði í hausinn frá leigufélaginu Ölmu, flytur eftir tvær vikur úr Reykjavík á Ásbrú. Hún er þakklát að vera komin með nýja íbúð en kvíðir einangrun á Suðurnesjum enda geti hún ekki ekið bíl sjálf. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á örlögum Brynju. Hún hefur leigt íbúð hjá Ölmu á Hverfisgötu í Reykjavík undanfarin ár og var leigan um 250 þúsund krónur á mánuði. Leigusamningurinn rennur út 31. janúar og barst Brynju tölvupóstur um mánaðamótin. „Við getum boðið þér endurnýjun á leigusamningi með grunnleiguverð kr. 325.000,“ sagði meðal annars í tölvupóstinum. Var hún beðin um að láta vita sem fyrst hvort hún vildi framlengja. Það kom ekki til greina hjá Brynju enda sagðist hún eiga í nægum vandræðum með að standa undir núverandi húsaleigu. Forsvarsmenn Ölmu hafa ekkert tjáð sig um málið. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri neitaði að ræða við fréttamann fyrr í dag. Gunnar Þór Gíslason, einn fjögurra systkina sem eiga Ölmu í gegnum félag sitt Langasjó, tjáði fréttastofu í dag að félagið væri að skoða hvort það vildi taka þátt í umræðunni. Gunnar er faðir Ingólfs Árna. Nú er Brynja Hrönn komin með aðra íbúð. Ekki beint á næstu grösum en fyrir dyrum standa flutningar frá Hverfisgötu í Reykjavík, hvaðan hún hefur getað sótt sér þjónustu gangandi, á Ásbrú í Reykjanesbæ. „Ég fæ íbúð sem ég sótti um hjá Ásbrú 20. desember,“ segir Brynja sem átti ekki von á viðbrögðunum við færslu sinni í hópi öryrkja á Facebook. Umfjöllunin sé í það mesta fyrir hana en hún hafi þó líklega hjálpað til. „Það hringdi allavega einhver í mig í stað þess að senda mér tölvupóst,“ segir Brynja og vísar til starfsmanns hjá leigufélaginu Heimstaden. Brynja flytur úr um 80 fermetra íbúð á Hverfisgötu yfir í aðeins stærri íbúð að Ásbrú. Leigan verður 195 þúsund krónur á mánuði. Henni líst vel á íbúðina, hún fær að halda dýrin sín en hún hefur áhyggjur af því að einangrast. Hún er ekki ókunn Suðurnesjunum en hún bjó í Garði og Keflavík í um 25 ár áður en hún flutti aftur heim í Reykjavík þar sem hún hefur verið í á fjórða ár. Frá Ásbrú þar sem Brynja hefur nú fengið úthlutað íbúð til eins árs. Hún óttast að einangrast á svæðinu enda verði erfitt fyrir hana að sækja þjónustu og félagsskap þar sem hún geti ekki keyrt sjálf.vísir/vilhelm „Kostnirnir við að búa í Reykjavík er nálægðin við læknana mína og svo get ég farið svo mikið,“ segir Brynja. Það geti hún bíllaus en sjálf ekur hún ekki bíl. „Ég verð örugglega innilokuð á Ásbrú, eins og ég var í Keflavík. Því ég get ekki keyrt ein,“ segir Brynja. Hún bíður þess að dóttir hennar komi til landsins frá Bandaríkjunum en þau tengdasonurinn ætla að hjálpa henni við flutninga. Þá hringdi frænka hennar í leigufélagið Ölmu sem samþykkti að Brynja mætti yfirgefa íbúðina um áramótin án þess að greiða leigu fyrir janúar. „Það er svolítið erfitt að flytja. Ég var að vona að ég gæti verið hérna þangað til ég hrykki upp af.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á örlögum Brynju. Hún hefur leigt íbúð hjá Ölmu á Hverfisgötu í Reykjavík undanfarin ár og var leigan um 250 þúsund krónur á mánuði. Leigusamningurinn rennur út 31. janúar og barst Brynju tölvupóstur um mánaðamótin. „Við getum boðið þér endurnýjun á leigusamningi með grunnleiguverð kr. 325.000,“ sagði meðal annars í tölvupóstinum. Var hún beðin um að láta vita sem fyrst hvort hún vildi framlengja. Það kom ekki til greina hjá Brynju enda sagðist hún eiga í nægum vandræðum með að standa undir núverandi húsaleigu. Forsvarsmenn Ölmu hafa ekkert tjáð sig um málið. Ingólfur Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri neitaði að ræða við fréttamann fyrr í dag. Gunnar Þór Gíslason, einn fjögurra systkina sem eiga Ölmu í gegnum félag sitt Langasjó, tjáði fréttastofu í dag að félagið væri að skoða hvort það vildi taka þátt í umræðunni. Gunnar er faðir Ingólfs Árna. Nú er Brynja Hrönn komin með aðra íbúð. Ekki beint á næstu grösum en fyrir dyrum standa flutningar frá Hverfisgötu í Reykjavík, hvaðan hún hefur getað sótt sér þjónustu gangandi, á Ásbrú í Reykjanesbæ. „Ég fæ íbúð sem ég sótti um hjá Ásbrú 20. desember,“ segir Brynja sem átti ekki von á viðbrögðunum við færslu sinni í hópi öryrkja á Facebook. Umfjöllunin sé í það mesta fyrir hana en hún hafi þó líklega hjálpað til. „Það hringdi allavega einhver í mig í stað þess að senda mér tölvupóst,“ segir Brynja og vísar til starfsmanns hjá leigufélaginu Heimstaden. Brynja flytur úr um 80 fermetra íbúð á Hverfisgötu yfir í aðeins stærri íbúð að Ásbrú. Leigan verður 195 þúsund krónur á mánuði. Henni líst vel á íbúðina, hún fær að halda dýrin sín en hún hefur áhyggjur af því að einangrast. Hún er ekki ókunn Suðurnesjunum en hún bjó í Garði og Keflavík í um 25 ár áður en hún flutti aftur heim í Reykjavík þar sem hún hefur verið í á fjórða ár. Frá Ásbrú þar sem Brynja hefur nú fengið úthlutað íbúð til eins árs. Hún óttast að einangrast á svæðinu enda verði erfitt fyrir hana að sækja þjónustu og félagsskap þar sem hún geti ekki keyrt sjálf.vísir/vilhelm „Kostnirnir við að búa í Reykjavík er nálægðin við læknana mína og svo get ég farið svo mikið,“ segir Brynja. Það geti hún bíllaus en sjálf ekur hún ekki bíl. „Ég verð örugglega innilokuð á Ásbrú, eins og ég var í Keflavík. Því ég get ekki keyrt ein,“ segir Brynja. Hún bíður þess að dóttir hennar komi til landsins frá Bandaríkjunum en þau tengdasonurinn ætla að hjálpa henni við flutninga. Þá hringdi frænka hennar í leigufélagið Ölmu sem samþykkti að Brynja mætti yfirgefa íbúðina um áramótin án þess að greiða leigu fyrir janúar. „Það er svolítið erfitt að flytja. Ég var að vona að ég gæti verið hérna þangað til ég hrykki upp af.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Leigufélag með methagnað krefur öryrkja um fjórðungs hækkun Þrátt fyrir að Íbúðafélagið Alma hafi skilað 12,4 milljarða methagnaði á síðasta ári hækkar félagið leigu hjá sínu fólki um fjórðung eftir áramót. Öryrki segist ekki geta greitt leiguna og sér fram á að lenda á götunni. 7. desember 2022 19:00
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent