Hulda Elsa aðstoðarlögreglustjóri komin í leyfi frá störfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 14:48 Hulda Elsa Björgvinsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/JóiK Hulda Elsa Björgvinsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta gerist eftir að sálfræðistofa gerði úttekt hjá starfinu á ákærusviðinu og skilaði í framhaldinu skýrslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“ Lögreglan Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa ýmsir starfsmenn á ákærusviði leitað í önnur störf undanfarin ár meðal annars vegna erfiðra samskipta við Huldu Elsu. Einn fyrrverandi starfsmaður sagði ekki óþekkt að hún tæki „hársblásarann“ á undirmenn sína ef svo bæri undir. Fyrir vikið hefur starfsmannavelta á ákærusviðinu verið töluverð. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að Hulda Elsa sé komin í leyfi. Hún hafi óskað eftir breytingu á starfssviði sínu. „Breytingin felur í sér að dagleg stjórn ákærusviðs verður undanskilin starfsskyldum hennar en að öðru leyti er hennar staða óbreytt. Fallist hefur verið á beiðnina en það er nú til skoðunar hvernig stjórnun sviðsins verði háttað til framtíðar. Staðgengill Huldu Elsu hefur nú þegar tekið við daglegri stjórn en að öðru leyti er starfsemi sviðsins óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Embættið muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Reynslumikill starfsmaður Hulda Elsa hefur verið lykilmaður hjá lögreglunni um árabil. Hún starfaði hjá ríkissaksóknara um ellefu ára skeið og hefur verið sviðsstjóri ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá því 2016. Frá árinu 2017 hefur hún verið staðgengill lögreglustjóra og tvívegis settur lögreglustjóri. Hulda Elsa hefur farið með stjórn ákærusviðs embættisins undanfarin ár. Hulda Elsa var skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði síðastliðið sumar. Hún var önnur tveggja sem sótti um embættið en matsnefnd taldi báða umsækjendur mjög hæfa til að hljóta skipun. Hún var saksóknari hjá Ríkissaksóknara og síðar staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Ekki náðist í Huldu Elsu við vinnslu fréttarinnar. Liggur ekki á skoðunum sínum Lesendur Fréttablaðsins fengu að kynnast Huldu Elsu í gegnum vinkonur hennar og systur árið 2020. Þá gegndi Hulda Elsa tímabundið stöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lýstu þau henni sem hörðum nagla sem hvorki borgi sig að spila né rífast við. „Manneskja alin upp á níunda áratugnum í Þýskalandi, Breiðholti og svo Grafarvogi er ekki að fara að enda sem einhver verndaður, viðkvæmur, vakúmpakkaður Garðbæingur. Hulda er grjót í gegn,“ sagði vinkona hennar úr laganámi. „Hún er ákveðin og maður veit alveg hvar maður hefur hana sem er of boðslega þægilegt í fari vina. Hún liggur ekkert á skoðunum sínum og hefur mjög sterkar skoðanir. Maður kynnist strax þessari hlið á henni og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.“ Systir Huldu Elsu bætti við. „Hún er ofsalega rökföst og eldklár og mikill „fighter“.“
Lögreglan Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent