Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 19:21 Haukur Þrastarson meiddist illa á hné haustið 2020 og var frá í rúmlega ár vegna meiðslanna. EPA-EFE/GEIR OLSEN NORWAY OUT Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu. Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Haukur hefur leikið einkar vel undanfarið og hóf leik kvöldsins af miklum krafti. Hann hafði skorað tvö mörk úr aðeins tveimur skotum þegar hann meiddist illa á hné um miðbik fyrri hálfleiks. Hinn 21 árs gamli Haukur sleit fremra krossband og liðþófa í vinstra hné í október árið 2020 og var frá í ár vegna meiðslanna. Hann var lengi að ná sér af meiðslunum og í viðtali við Vísi fyrir ári sagðist hann enn vera að glíma við ýmsa fylgikvilla vegna meiðslanna. Haukur hafði þó loks náð sér á strik og hefur spilað frábærlega með Kielce að undanförnu. Svo vel raunar að talið var að hann yrði í lykilhlutverki á HM í handbolta sem fer fram í janúar næstkomandi. Meiðslin áttu sér stað þannig að Haukur var að hoppa upp í skot, ákvað að skjóta ekki og ætlaði að taka eina gabbhreyfingu til viðbótar. Hann lendir hins vegar illa og hrynur í gólfið samstundis. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan en það er ekki fyrir viðkvæma. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru en myndbandið og viðbrögð manna á vellinum segja sitt. Til að mynda var Talant Dujshebaev, þjálfari Hauks, algjörlega niðurbrotinn. Haki pic.twitter.com/TohNNOsqM8— om a Industria Kielce (@kielcehandball) December 7, 2022 Unbearable scenes from Szeged, where Thrastarson suffered what looked like another severe knee injury in the end of the 1st half (I recommend not to look at the episode!). Just before the World Championship - and the talented Icelandic playmaker has been sooo good lately! pic.twitter.com/7JnTIEx8wF— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 7, 2022 Kielce vann leikinn með þriggja marka mun, 28-31, og er þar með komið á topp B-riðils með einu stigi meira en Barcelona sem á leik til góða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 „Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01
„Staðan er ekkert mjög góð og hefur verið þannig alltof lengi“ Haukur Þrastarson hefur ekki enn náð fullum styrk eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Hann hefur verið meira og minna meiddur síðan hann gekk í raðir pólska stórliðsins Kielce en vonast til að bjartari tímar séu í hönd. 20. desember 2021 14:59