Íslenskt jólasveinapöbbarölt að bandarískri fyrirmynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2022 14:00 Kyana hefur sjálf upplifað SantaCon í Bandaríkjunum og datt í hug að þetta gæti verið hefð sem Íslendingum myndi líka. Vísir/Arnar/Getty Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. Kyana Sue Powers stofnaði viðburðinn á Facebook en um er að ræða hefð sem hefur á undanförnum árum notið gríðarlegra vinsælda víðs vegar í Bandaríkjunum. Sjálf hefur hún nokkrum sinnum tekið þátt í slíkum viðburðum í Boston, þar sem hún bjó áður en hún flutti til Íslands. Allir barir eru yfirleitt fullir þegar SantaCon fer fram í Bandaríkjunum. Getty/Kevin Mazur „Vanalegast eru jólasveinar út um allt á götunni og stundum þekkir þú ekki einu sinni vini þína af því að þeir eru bara allir með skegg og hatt,“ segir Kyana. „Svo eru barirnir og klúbbarnir með hálfgerð eftirpartý og þú djammar bara alla nóttina og þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei.“ „Mér datt í hug að það væri bara frábær viðburður til að koma með til Íslands því að fólk á Íslandi elskar að djamma,“ segir Kyana og hlær. Rætur hefðarinnar má rekja aftur til tíunda áratugarins og er viðburðurinn í dag hvað stærstur í New York, þó hann fari vissulega fram í hundruð borga víðs vegar um heiminn, til að mynda í London. Búningarnir eru alls konar en hér má sjá mynd frá SantaCon í New York í fyrra.Getty/Kevin Mazur Í Bandaríkjunum er aðeins einn jólasveinn og því ekki mikil fjölbreytileiki fyrir fólk sem ákveður að klæða sig upp sem jólasveinninn. Hér á landi eru þeir þó þrettán, allir með mismunandi útlit og persónuleika, auk Grýlu, Leppalúða og jólakattarins. „Mér fannst bara rosa áhugavert að gera þetta á Íslandi því að þið eruð með svo marga jólasveina. Þannig það verða ekki bara allir klæddir í rauða búninga, það verða alls konar jólasveinar og ég held að þetta verði bara mjög spennandi. Það verður gaman að sjá hvernig fólk mun klæða sig,“ segir Kyana. Hún bendir þó á að fólk megi einnig klæða sig upp sem aðrir jólakarakterar, eins og til að mynda álfar eða hreindýr, og jafnvel sem eitthvað allt annað tengt jólunum, til dæmis jólatré eða jólagjöf. Íslendingar eru með meiri fjölbreytni en hægt er að velja á milli þrettán mismunandi jólasveina, Grýlu, Leppalúða, jólakettinum og öllu öðru sem tengt er jólunum. Vísir Í New York fer SantaCon fram í dag en viðburðinum var frestað árið 2020 og fór síðan fram árið 2021. Í Bandaríkjunum snýst viðburðurinn einnig um góðgerðarstarfsemi samhliða drykkjunni en Kyana segir aldrei að vita hvernig hefðin þróast hér. „Þetta verður fyrsta árið og hver veit hvað þetta verður vinsælt en ég held að þegar þetta byrjar að verða vinsælla á næstu tveimur árum kannski þá muni allir fara að taka þátt,“ segir Kyana og bendir á mögulega muni það jafnast á við vinsældir J-dagsins svokallaða, þegar sala hefst á Tuborg-jólabjór. Röltið fer fram laugardaginn sautjánda desember og hefst efst á Laugaveginum áður en förinni er heitið niður í bæ en nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Þangað til geta áhugasamir fundið einhverjar hugmyndir að búning á myndunum hér fyrir neðan. Rauður jólasveinabúningur er klassík. Getty/Kena Betancur Fyrir lengra komna er hægt að búa til sinn eigin búning. Getty/Steven Ferdman Stundum þarf ekki mikið til, þó íslensk veðrátta útiloki kannski þennan búning fyrir suma. Getty/Gabby Jones Jólanammi er meira að segja á boðstólum, hver veit nema einhver komi sem sinn uppáhalds Quality Street moli. Getty/Steven Ferdman Trölli hristir upp í rauða litnum sem er allsráðandi. Getty/Kevin Mazur Það gæti þó reynst erfitt að fara á milli staða í þessum. Getty/Gabby Jones Það verður ekki mikið jólalegra en að mæta sem jólatré. Getty/Stephanie Keith Sumir stefna á raunverulegri búninga. Getty/Kena Betancur Pakkarnir eru nauðsynlegir. Getty/Volkan Furuncu Skvísur geta líka verið í búning. Getty/David Dee Delgado Þetta er ágætislausn fyrir vetur á Íslandi. Getty/Chris J Ratcliffe Jólaljós hér og þar er ágætis redding. Getty/Kevin Mazur Hægt er að vera í tveimur búningum í einu. Getty/Kevin Mazur Lykilatriðið er þó að hafa gaman, hvernig sem þú ert klæddur. Getty/David Dee Delgado Jól Bandaríkin Reykjavík Jólasveinar Mest lesið „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Kyana Sue Powers stofnaði viðburðinn á Facebook en um er að ræða hefð sem hefur á undanförnum árum notið gríðarlegra vinsælda víðs vegar í Bandaríkjunum. Sjálf hefur hún nokkrum sinnum tekið þátt í slíkum viðburðum í Boston, þar sem hún bjó áður en hún flutti til Íslands. Allir barir eru yfirleitt fullir þegar SantaCon fer fram í Bandaríkjunum. Getty/Kevin Mazur „Vanalegast eru jólasveinar út um allt á götunni og stundum þekkir þú ekki einu sinni vini þína af því að þeir eru bara allir með skegg og hatt,“ segir Kyana. „Svo eru barirnir og klúbbarnir með hálfgerð eftirpartý og þú djammar bara alla nóttina og þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei.“ „Mér datt í hug að það væri bara frábær viðburður til að koma með til Íslands því að fólk á Íslandi elskar að djamma,“ segir Kyana og hlær. Rætur hefðarinnar má rekja aftur til tíunda áratugarins og er viðburðurinn í dag hvað stærstur í New York, þó hann fari vissulega fram í hundruð borga víðs vegar um heiminn, til að mynda í London. Búningarnir eru alls konar en hér má sjá mynd frá SantaCon í New York í fyrra.Getty/Kevin Mazur Í Bandaríkjunum er aðeins einn jólasveinn og því ekki mikil fjölbreytileiki fyrir fólk sem ákveður að klæða sig upp sem jólasveinninn. Hér á landi eru þeir þó þrettán, allir með mismunandi útlit og persónuleika, auk Grýlu, Leppalúða og jólakattarins. „Mér fannst bara rosa áhugavert að gera þetta á Íslandi því að þið eruð með svo marga jólasveina. Þannig það verða ekki bara allir klæddir í rauða búninga, það verða alls konar jólasveinar og ég held að þetta verði bara mjög spennandi. Það verður gaman að sjá hvernig fólk mun klæða sig,“ segir Kyana. Hún bendir þó á að fólk megi einnig klæða sig upp sem aðrir jólakarakterar, eins og til að mynda álfar eða hreindýr, og jafnvel sem eitthvað allt annað tengt jólunum, til dæmis jólatré eða jólagjöf. Íslendingar eru með meiri fjölbreytni en hægt er að velja á milli þrettán mismunandi jólasveina, Grýlu, Leppalúða, jólakettinum og öllu öðru sem tengt er jólunum. Vísir Í New York fer SantaCon fram í dag en viðburðinum var frestað árið 2020 og fór síðan fram árið 2021. Í Bandaríkjunum snýst viðburðurinn einnig um góðgerðarstarfsemi samhliða drykkjunni en Kyana segir aldrei að vita hvernig hefðin þróast hér. „Þetta verður fyrsta árið og hver veit hvað þetta verður vinsælt en ég held að þegar þetta byrjar að verða vinsælla á næstu tveimur árum kannski þá muni allir fara að taka þátt,“ segir Kyana og bendir á mögulega muni það jafnast á við vinsældir J-dagsins svokallaða, þegar sala hefst á Tuborg-jólabjór. Röltið fer fram laugardaginn sautjánda desember og hefst efst á Laugaveginum áður en förinni er heitið niður í bæ en nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Þangað til geta áhugasamir fundið einhverjar hugmyndir að búning á myndunum hér fyrir neðan. Rauður jólasveinabúningur er klassík. Getty/Kena Betancur Fyrir lengra komna er hægt að búa til sinn eigin búning. Getty/Steven Ferdman Stundum þarf ekki mikið til, þó íslensk veðrátta útiloki kannski þennan búning fyrir suma. Getty/Gabby Jones Jólanammi er meira að segja á boðstólum, hver veit nema einhver komi sem sinn uppáhalds Quality Street moli. Getty/Steven Ferdman Trölli hristir upp í rauða litnum sem er allsráðandi. Getty/Kevin Mazur Það gæti þó reynst erfitt að fara á milli staða í þessum. Getty/Gabby Jones Það verður ekki mikið jólalegra en að mæta sem jólatré. Getty/Stephanie Keith Sumir stefna á raunverulegri búninga. Getty/Kena Betancur Pakkarnir eru nauðsynlegir. Getty/Volkan Furuncu Skvísur geta líka verið í búning. Getty/David Dee Delgado Þetta er ágætislausn fyrir vetur á Íslandi. Getty/Chris J Ratcliffe Jólaljós hér og þar er ágætis redding. Getty/Kevin Mazur Hægt er að vera í tveimur búningum í einu. Getty/Kevin Mazur Lykilatriðið er þó að hafa gaman, hvernig sem þú ert klæddur. Getty/David Dee Delgado
Jól Bandaríkin Reykjavík Jólasveinar Mest lesið „Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“ Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól „Mamma mín, taktu úr lás alla sunnudaga á næstunni svo ég komist örugglega inn“ Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira