Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 14:37 Raketur, skottertur og blys ollu flestum slysum á tímabilinu. vísir/vilhelm Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. Niðurstöður rannsóknar Björns Vilhelms Ólafssonar, nema í læknisfræði við Háskóla Íslands, og Hjalta Más Björnssonar, bráðalæknis á bráðamóttöku Landspítala og lektors við læknadeild Háskóla Íslands, voru birtar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en um er að ræða fyrstu heildstæðu rannsóknina á flugeldaslysum hér á landi. „Þrátt fyrir að flugeldar séu almennt taldir fólki til skemmtunar fylgja skuggahliðar notkun þeirra. Hefur slysatíðni verið allmikil, helst brunasár og einnig nokkuð um alvarlega augnáverka. Innflutningur á flugeldum hefur margfaldast á síðustu áratugum og vaxandi umræða er um skaðleg umhverfisáhrif þeirra,“ segir í inngangi rannsóknarinnar. Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón Við rannsóknina var farið yfir komur á bráðamóttöku frá því í desember 2010 og fram til janúar 2022 en í heildina leituðu að minnsta kosti 248 manns til Landspítala vegna flugeldaslysa og að minnsta kosti 54 til viðbótar vegna hliðarslysa þar sem flugeldur átti þátt en olli ekki beint áverka, til að mynda fólk sem datt við að forðast flugeldasprengingar. Sundurliðun þeirra sem leituðu á bráðamóttöku eftir aldri og kyni. Í 73 prósent tilfella var um að ræða karlmenn og tæplega helmingur, alls 114, voru börn, þar af tólf á leikskólaaldri. Hinir slösuðu voru allt frá níu mánaða til 79 ára en fjöldi slysa meðal barna var hærri hér en í erlendum rannsóknum. Aðeins 37 prósent slasaðra barna voru undir eftirliti. Tæplega fjörutíu prósent slysa rakin til gallaðra flugelda. Flest slys ollu raketur, alls 23 prósent, skottertur ollu 17 prósent slysa og blys 13 prósent, en tegund var óskráð í 25 prósent tilfella. Sundurliðun á gerð flugelda sem ollu áverkum. Af þeim sem leituðu á bráðamóttöku hlutu 157 einstaklingar brunaáverka, þar af 104 á höndum, 67 einstaklingar hlutu áverka á augum og 97 hlutu opin sár. Enginn lést á tímabilinu en 22 lögðust inn vegna sára sinna á tímabilinu, nítján þurftu skurðaðgerð, og að minnsta kosti þrettán hlutu varanlegt heilsutjón. Í tveimur tilfellum þurfti að aflima útlim og í þrír hlutu varanlegan augnskaða sem leiddi til lögblindu. Tegund áverka. Efla þurfi forvarnarstarf Niðurstaða rannsakenda er að notkun flugelda fylgi umtalsverð slysatíðni og að sláandi sé hversu mörg börn slösuðust á tímabilinu, hvað þá eftirlitslaus börn. Þá sé vert að skoða ölvun slasaðra en skráning hafi ekki verið nógu góð til að geta sagt til um tíðni og draga ályktanir um samband. Áfengisneysla sé þó algeng á gamlárskvöld og slík neysla lengi viðbragðstíma og minnki dómgreind, sem séu óumdeildir áhættuþættir fyrir alvarlegar útkomur. Flest slys eiga sér stað um áramótin, þar af um fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs. „Slys vegna flugeldanotkunar eru umtalsvert vandamál á Íslandi. Að meðaltali þarf 21 einstaklingur að leita á bráðamóttöku ár hvert, þar af helmingur á nýársdag og fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs,“ segir í samantekt rannsóknarinnar. „Efla þarf forvarnarstarf gegn flugeldaslysum, einkum með áherslu á rétta meðhöndlun þeirra og notkun öryggisgleraugna. Sérstaklega þarf að huga að forvörnum barna og ættu börn á leikskólaaldri ekki að nota stjörnuljós né aðra flugelda,“ segir enn fremur. „Þó flugeldar séu fallegir fylgir þeim mikil slysatíðni og álag á bráðamóttökuna og því er vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun þeirra.“ Nálgast má greinina um rannsóknina hér. Flugeldar Slysavarnir Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Áramót Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar Björns Vilhelms Ólafssonar, nema í læknisfræði við Háskóla Íslands, og Hjalta Más Björnssonar, bráðalæknis á bráðamóttöku Landspítala og lektors við læknadeild Háskóla Íslands, voru birtar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en um er að ræða fyrstu heildstæðu rannsóknina á flugeldaslysum hér á landi. „Þrátt fyrir að flugeldar séu almennt taldir fólki til skemmtunar fylgja skuggahliðar notkun þeirra. Hefur slysatíðni verið allmikil, helst brunasár og einnig nokkuð um alvarlega augnáverka. Innflutningur á flugeldum hefur margfaldast á síðustu áratugum og vaxandi umræða er um skaðleg umhverfisáhrif þeirra,“ segir í inngangi rannsóknarinnar. Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón Við rannsóknina var farið yfir komur á bráðamóttöku frá því í desember 2010 og fram til janúar 2022 en í heildina leituðu að minnsta kosti 248 manns til Landspítala vegna flugeldaslysa og að minnsta kosti 54 til viðbótar vegna hliðarslysa þar sem flugeldur átti þátt en olli ekki beint áverka, til að mynda fólk sem datt við að forðast flugeldasprengingar. Sundurliðun þeirra sem leituðu á bráðamóttöku eftir aldri og kyni. Í 73 prósent tilfella var um að ræða karlmenn og tæplega helmingur, alls 114, voru börn, þar af tólf á leikskólaaldri. Hinir slösuðu voru allt frá níu mánaða til 79 ára en fjöldi slysa meðal barna var hærri hér en í erlendum rannsóknum. Aðeins 37 prósent slasaðra barna voru undir eftirliti. Tæplega fjörutíu prósent slysa rakin til gallaðra flugelda. Flest slys ollu raketur, alls 23 prósent, skottertur ollu 17 prósent slysa og blys 13 prósent, en tegund var óskráð í 25 prósent tilfella. Sundurliðun á gerð flugelda sem ollu áverkum. Af þeim sem leituðu á bráðamóttöku hlutu 157 einstaklingar brunaáverka, þar af 104 á höndum, 67 einstaklingar hlutu áverka á augum og 97 hlutu opin sár. Enginn lést á tímabilinu en 22 lögðust inn vegna sára sinna á tímabilinu, nítján þurftu skurðaðgerð, og að minnsta kosti þrettán hlutu varanlegt heilsutjón. Í tveimur tilfellum þurfti að aflima útlim og í þrír hlutu varanlegan augnskaða sem leiddi til lögblindu. Tegund áverka. Efla þurfi forvarnarstarf Niðurstaða rannsakenda er að notkun flugelda fylgi umtalsverð slysatíðni og að sláandi sé hversu mörg börn slösuðust á tímabilinu, hvað þá eftirlitslaus börn. Þá sé vert að skoða ölvun slasaðra en skráning hafi ekki verið nógu góð til að geta sagt til um tíðni og draga ályktanir um samband. Áfengisneysla sé þó algeng á gamlárskvöld og slík neysla lengi viðbragðstíma og minnki dómgreind, sem séu óumdeildir áhættuþættir fyrir alvarlegar útkomur. Flest slys eiga sér stað um áramótin, þar af um fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs. „Slys vegna flugeldanotkunar eru umtalsvert vandamál á Íslandi. Að meðaltali þarf 21 einstaklingur að leita á bráðamóttöku ár hvert, þar af helmingur á nýársdag og fjórðungur á fyrstu klukkustund hvers árs,“ segir í samantekt rannsóknarinnar. „Efla þarf forvarnarstarf gegn flugeldaslysum, einkum með áherslu á rétta meðhöndlun þeirra og notkun öryggisgleraugna. Sérstaklega þarf að huga að forvörnum barna og ættu börn á leikskólaaldri ekki að nota stjörnuljós né aðra flugelda,“ segir enn fremur. „Þó flugeldar séu fallegir fylgir þeim mikil slysatíðni og álag á bráðamóttökuna og því er vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun þeirra.“ Nálgast má greinina um rannsóknina hér.
Flugeldar Slysavarnir Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Áramót Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira