Gerði Liverpool mistök með því að kaupa rangan Benfica mann? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 16:01 Darwin Nunez og Goncalo Ramos fagna saman marki Benfica í Meistaradeildinni á móti Liverpool á síðasta tímabili. Getty/Pedro Fiúza Margir stuðningsmenn Liverpool óttast það að félagið hafi gert stór mistök á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Liverpool keypti þá Darwin Nunez frá Benfica og gæti á endanum þurft að borga 85 milljónir punda fyrir hann. Liðsfélagi hans hjá Benfica er Goncalo Ramos sem sló í gegn með portúgalska landsliðinu á HM í Katar í gær. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi velt því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp hafi valið rangan Benfica framherja. Fans claim Liverpool have made a huge transfer error after Portugal thrash Switzerland at the World Cup pic.twitter.com/pHWQeVR4kg— SPORTbible (@sportbible) December 7, 2022 Ramos fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í gærkvöldi á kostnað Cristiano Ronaldo og launaði landsliðsþjálfaranum traustið með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark að auki. Með þessu afreki varð hinn 21 árs gamli Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM síðan að Florian Albert skoraði þrennu fyrir Ungverja á HM í Síle 1962. Darwin Nunez tókst ekki að skora fyrir Úrúgvæ á öllu heimsmeistaramótinu en Ramos var með þrjú mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum. Nunez hefur ekki farið vel með færin í búningi Liverpool og þrátt fyrir augljóslega líkamlega hæfileika eins og hraða, styrk og tækni þá er hann oft frekar milli flækjufótur fyrir framan markið. Nunez hefur reyndar skorað níu mörk í átján leikjum með Liverpool og hann er líka bara 23 ára gamall. Oft tekur það tíma fyrir menn að læra að spila undir Klopp og þar liggur von stuðningsmanna Liverpool að hann blómstri með liðinu eftir áramót. Ramos hefur aftur á móti verið frábær með Benfica á tímabilinu og er sem dæmi með fimm mörk í Meistaradeildinni. Það má búast við því að frammistaða hans í gær hafi ýtt undir áhuga stórliða Evrópu á kappanum. Benfica hefur grætt mikið á leikmannasölum síðustu ár og ætti að fá vel inn á bankareikning félagsins selji félagið Ramos.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira