Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2022 17:06 Fimm dóu og sautján særðust í skothríðinni á Club Q í Colorado Springs. AP/Thomas Peipert Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð. Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Anderson Lee Aldrich sem er 22 ára gamalt var flutt fyrir dómara í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar. Aldrich mun hafa gengið inn á skemmtistaðinn í skotheldu vesti og með hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra, skömmu fyrir miðnætti þann 19. nóvember. Aldrich hóf skothríð en var fljótt yfirbugað af viðskiptavinum Club Q. Vitni segja hán hafa byrjað að skjóta á fólk sem hafi staðið við bar Club Q og síðan skotið á fólk á dansgólfi staðarins. Lögmenn Aldrich hafa sagt hán kynsegin en í fyrstu var beðið með að ákæra hán fyrir hatursglæpi. Saksóknarar hafa síðan þá verið að afla sönnunargagna um það hvort hatur hafi verið ástæða árásar Aldrich. Verði hán fundið sekt gæti Aldrich verið dæmt í lífstíðarfangelsi. Enn hefur ekkert verið opinberað um það hvort Aldrich hafi gefið eitthvað upp um tilefni árásarinnar. Hins vegar segir AP fréttaveitan að dómari hafi í dag sagt að gögn málsins yrðu opinberuð á morgun. Þeirri ákvörðun voru lögmenn Aldrich ósammála og segja að það muni koma niður á rétti háns til sanngjarnra réttarhalda vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið. AP segir einnig að rúmu ári fyrir árásina hafi Aldrich verið handtekið vegna ásakana um að sprengjuhótunar sem leiddi til þess að tíu heimili voru rýmd. Þá hótaði hán því að sprengja upp heimili fjölskyldu háns með heimagerðri sprengju. Blaðamenn fréttaveitunnar komu höndum yfir myndband af Aldrich fyrir utan heimili móður háns, þar sem hán sagði henni að lögreglan væri á leiðinni og hán myndi deyja. Aldrich var handtekið fyrir sprengjuhótunina og meint mannrán en málið var innsiglað skömmu síðar og óljóst er hvort ákært var í málinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Hinsegin Tengdar fréttir Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. 22. nóvember 2022 08:29
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent