Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 12:57 Fyrrverandi starfsmenn Sigluness raða sér upp á meðan borgarstjóri ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun. Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“ Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“
Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira