Einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna árásinnar á Bankastræti Club Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 11:14 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða þokkalega. Öllum nema einum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club en þrjátíu eru með stöðu sakbornings í tengslum við málið. Rannsókn lögreglu miðar nú að því að komast að tilefni árásarinnar. Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Rannsókn lögreglu á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við erum bara að reyna að vinna að því að átta okkur á hvert tilefni árásarinnar var, annað er komið nokkuð í land,“ segir Margeir í samtali við fréttastofu en verið er að skoða og fara yfir gögn málsins, sem að sögn Margeirs getur tekið ansi góðan tíma. Fimm voru í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn málsins í upphafi síðustu viku en fjórir þeirra hafa losnað úr varðhaldi síðan og er aðeins einn eftir. Sá er í varðhaldi til 22. desember. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi. Þá var tilkynnt um hótanir og skemmdarverk skömmu eftir árásina en Margeir segir ekki hafa borið á slíkum hótunum nýlega. „Við teljum okkur hafa komið í veg fyrir þetta og náð að stoppa þetta,“ segir Margeir. Uppfært 13:35: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að sá yngsti sem hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið sautján ára gamall og þar vísað til tilkynningar frá lögreglu þann 23. nóvember en samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu er það rangt. Umræddur aðili hafi verið handtekinn en honum sleppt eftir skýrslutöku og ekki farið fram á gæsluvarðhald.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09 Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27 Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum. 28. nóvember 2022 20:09
Gæsluvarðhald fjögurra framlengt og einum sleppt Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina. 28. nóvember 2022 18:27
Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28. nóvember 2022 15:55