„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Martin Hermannsson með liðsfélaga sínum Xabi López Arostegui í myndatöku fyrir tímabilið. Getty/ JM Casares Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári. Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira