Berjast um síðasta sætið í öldungadeildinni mánuði síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 00:19 Raphael Warnock, prestur og sitjandi öldungadeildarþingmaður Demókrata, virðist vera með forskot á Herschel Walker, fyrrverandi fótboltamann og frambjóðanda Repúblikana. Samsett/Getty Íbúar í Georgíu-ríki Bandaríkjanna ganga til kosninga í annað sinn á rúmum mánuði í dag til að ákveða hver hreppir sæti í öldungadeild þingsins. Prestur og fyrrverandi fótboltamaður keppast um sætið en með sigri gætu Repúblikanar jafnað þingmannafjölda Demókrata, þó ólíklegt þyki. Raphael Warnock, sitjandi öldungadeildarþingmaður og frambjóðandi Demókrataflokksins, fékk fleiri atkvæði en andstæðingur sinn, Herschel Walker, í þingkosningunum í nóvember en þar sem hann fékk ekki yfir 50 prósent atkvæða þarf lögum samkvæmt að kjósa aftur. Repúblikanar náðu meirihluta innan fulltrúadeildarinnar eftir kosningarnar í nóvember og stjórna nú 221 sæti á móti 213 sætum Demókrata. Demókratar héldu þó sínum meirihluta í öldungadeildinni og stjórna nú 50 sætum á móti 49 sætum Demókrata. Með sigri Warnock í dag gætu Demókratar tryggt sér öruggan meirihluta en ef það kemur til þess að atkvæðagreiðslur innan deildarinnar eru jafnar þá hefur varaforsetinn úrslitaatkvæðið og því var ljóst eftir kosningarnar að Demókratar myndu stjórna deildinni óháð niðurstöðunni í Georgíu. Warnock með naumt forskot Aðeins nokkrar skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir aukakosningarnar en samkvæmt könnun CNN er Warnock aðeins með um fjögurra prósentustiga forskot á Walker. Könnun SSRS bendir til að munurinn verði meiri, þar sem Warnock mældist með 61 prósent fylgi á móti 36 prósentum Walkers. Democratic Sen. Raphael Warnock of Georgia holds a narrow lead over Republican challenger Herschel Walker among those likely to vote in a runoff election Tuesday, according to a new CNN Poll conducted by SSRS https://t.co/As3kMVk3vG— CNN Politics (@CNNPolitics) December 2, 2022 Báðir hafa þeir staðið í ströngu yfir helgina við að reyna að afla sér atkvæða fyrir stóra daginn á morgun. Warnock, sem einnig er prestur, tók sæti í öldungadeildinni eftir aukakosningar í janúar 2021 en sama staða var þá uppi á teningnum eftir þingkosningar 2020. Í ræðu sinni í Athens í Georgíu í gær hvatti hann kjósendur til að treysta ekki á að sigurinn væri í höfn, þó að kjörsókn hafi verið góð utankjörfundar. „Ekki kasta niður boltanum fyrr en þú ert kominn í mark,“ sagði Walker og vísaði þar til bandarísks fótbolta. NEW: Georgia Senate runoff smashes early voting records and attracts new votersIt s topped 1.85 million voters (with more absentees arriving)56% women, 44% menEstimated partisan breakdown: 52% Democratic, 39% Republican https://t.co/320oPzzgoC— Sahil Kapur (@sahilkapur) December 3, 2022 Sama dag stóð Walker fyrir fjöldafundi í Loganville en þar sagði hann tíma til kominn að kjósendur láti rödd sína heyrast og að atkvæði þeirra yrðu talin. Hann hefur þó sætt gagnrýni og verið viðriðin hneykslismál þar sem hann hefur verið sakaður um að neyða konur í fóstureyðingu, á sama tíma og hann hefur lýst því yfir að hann sé andstæðingur fóstureyðinga. Þá vakti athygli að hann virtist ruglast á hvaða deild þingsins hann væri að bjóða sig fram til í viðtali við Politico á laugardag. In a brief interview with POLITICO on Saturday, Walker seemed to mistake which chamber of Congress he was running for and also appeared to think the outcome of his race would determine control of the Senate https://t.co/lewQdrbQ9q— Jonathan Lemire (@JonLemire) December 5, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þá í viðtali í gær að það væri nauðsynlegt að fólk kysi og sagði Warnock styðja við allt það sem skipti íbúa máli. Á sama tíma er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagður skipuleggja fjöldafund til stuðnings Walker í gegnum fjarfundarbúnað. Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45 Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Raphael Warnock, sitjandi öldungadeildarþingmaður og frambjóðandi Demókrataflokksins, fékk fleiri atkvæði en andstæðingur sinn, Herschel Walker, í þingkosningunum í nóvember en þar sem hann fékk ekki yfir 50 prósent atkvæða þarf lögum samkvæmt að kjósa aftur. Repúblikanar náðu meirihluta innan fulltrúadeildarinnar eftir kosningarnar í nóvember og stjórna nú 221 sæti á móti 213 sætum Demókrata. Demókratar héldu þó sínum meirihluta í öldungadeildinni og stjórna nú 50 sætum á móti 49 sætum Demókrata. Með sigri Warnock í dag gætu Demókratar tryggt sér öruggan meirihluta en ef það kemur til þess að atkvæðagreiðslur innan deildarinnar eru jafnar þá hefur varaforsetinn úrslitaatkvæðið og því var ljóst eftir kosningarnar að Demókratar myndu stjórna deildinni óháð niðurstöðunni í Georgíu. Warnock með naumt forskot Aðeins nokkrar skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir aukakosningarnar en samkvæmt könnun CNN er Warnock aðeins með um fjögurra prósentustiga forskot á Walker. Könnun SSRS bendir til að munurinn verði meiri, þar sem Warnock mældist með 61 prósent fylgi á móti 36 prósentum Walkers. Democratic Sen. Raphael Warnock of Georgia holds a narrow lead over Republican challenger Herschel Walker among those likely to vote in a runoff election Tuesday, according to a new CNN Poll conducted by SSRS https://t.co/As3kMVk3vG— CNN Politics (@CNNPolitics) December 2, 2022 Báðir hafa þeir staðið í ströngu yfir helgina við að reyna að afla sér atkvæða fyrir stóra daginn á morgun. Warnock, sem einnig er prestur, tók sæti í öldungadeildinni eftir aukakosningar í janúar 2021 en sama staða var þá uppi á teningnum eftir þingkosningar 2020. Í ræðu sinni í Athens í Georgíu í gær hvatti hann kjósendur til að treysta ekki á að sigurinn væri í höfn, þó að kjörsókn hafi verið góð utankjörfundar. „Ekki kasta niður boltanum fyrr en þú ert kominn í mark,“ sagði Walker og vísaði þar til bandarísks fótbolta. NEW: Georgia Senate runoff smashes early voting records and attracts new votersIt s topped 1.85 million voters (with more absentees arriving)56% women, 44% menEstimated partisan breakdown: 52% Democratic, 39% Republican https://t.co/320oPzzgoC— Sahil Kapur (@sahilkapur) December 3, 2022 Sama dag stóð Walker fyrir fjöldafundi í Loganville en þar sagði hann tíma til kominn að kjósendur láti rödd sína heyrast og að atkvæði þeirra yrðu talin. Hann hefur þó sætt gagnrýni og verið viðriðin hneykslismál þar sem hann hefur verið sakaður um að neyða konur í fóstureyðingu, á sama tíma og hann hefur lýst því yfir að hann sé andstæðingur fóstureyðinga. Þá vakti athygli að hann virtist ruglast á hvaða deild þingsins hann væri að bjóða sig fram til í viðtali við Politico á laugardag. In a brief interview with POLITICO on Saturday, Walker seemed to mistake which chamber of Congress he was running for and also appeared to think the outcome of his race would determine control of the Senate https://t.co/lewQdrbQ9q— Jonathan Lemire (@JonLemire) December 5, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þá í viðtali í gær að það væri nauðsynlegt að fólk kysi og sagði Warnock styðja við allt það sem skipti íbúa máli. Á sama tíma er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagður skipuleggja fjöldafund til stuðnings Walker í gegnum fjarfundarbúnað.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11 Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45 Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. 11. nóvember 2022 07:11
Þrjú ríki munu ráða úrslitum Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. 9. nóvember 2022 21:45
Neitar því að hafa borgað þungunarrof kærustu Herschel Walker, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til annars öldungadeildarþingsætis Georgíu-ríkis, þvertekur fyrir það að hafa greitt fyrir þungunarrof fyrrverandi kærustu sinnar árið 2009. Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum vestanhafs en Walker segist mikill andstæðingur þess að konur eigi rétt á þungunarrofi. 4. október 2022 16:32