Við heyrum í Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR sem segir stöðuna síst auðveldari nú þegar SGS samningurinn er í höfn.
Þá fjöllum við um leitina að skipverjanum á Sighvati GK-57 sem féll útbyrðis á laugardaginn. Bæjarstjórinn í Grindavík segir samfélagið slegið.
Einnig fjöllum við um opinn fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem fékk Ríkisendurskoðanda á sinn fund í morgun. Hann vandaði Bankasýslu ríkisins ekki kveðjurnar.
Að endingu heyrum við í forseta Íslands sem nú er staddur í opinberri heimsókn í Japan.