Segir að Erlingur vilji ekki taka þátt í þessum skrípaleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 11:00 Erlingur Richardsson og Eyjastrákarnir hans eru í 4. sæti Olís-deildar karla. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar og þáttastjórnandi Handkastsins, furðar sig á því að Erlingur Richardsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta, mæti ekki í viðtöl eftir leiki. Hann segir að þar sé hann að tala við stuðningsfólk ÍBV. Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Erlingur sá sér ekki fært að mæta í viðtöl eftir tap ÍBV fyrir Val, 33-38, í Olís-deildinni á laugardaginn, eitthvað sem Arnar Daði var ekki sáttur við. Sú ákvörðun Erlings að skrópa í viðtöl var til umræðu í Handkastinu í gær. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að hann sé að senda skilaboð til væntanlega Seinni bylgjunnar,“ sagði Guðmundur Rúnar Guðmundsson handboltaþjálfari sem var gestur Arnars Daða ásamt Ingvari Erni Ákasyni, lýsara á Stöð 2 Sport. „Frá mínu sjónarhorni virkar það eins og hann sé að senda skilaboð, að hann sé virkilega ósáttur með þetta.“ Arnar Daði segir að í viðtölum séu þjálfarar að tala við stuðningsfólk liðsins sem þeir eru að þjálfa. „Ef ég væri fimmtugur stuðningsmaður ÍBV myndi ég vilja að þjálfari liðsins sem ég er mögulega að styrkja um 10.000-20.000 krónur á mánuði svari fyrir það af hverju liðið tapar með tíu marka mun fyrir Haukum, tapi nokkuð sannfærandi fyrir B-liði Vals á heimavelli, svari fyrir það af hverju Björn Viðar (Björnsson) er hættur,“ sagði Arnar Daði. Hann segir að þegar falast var eftir viðtali við Erling hafi hann sagt að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur. „Svo hlustendur átti sig á því átta ég mig alveg á því að Erlingur hefur sent aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl. En eftir þennan leik vildi Seinni bylgjan og Stöð 2 fá Erling í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Svava Kristín (Grétarsdóttir) var í Eyjum og bað Erling um að koma í viðtalið og þá sagði þessa setningu sem ég setti á Twitter í gær, að Seinni bylgjan væri skrípaþáttur og vildi ekki taka þátt í þessum skrípaleik. Um það snýst þetta. Við þurfum ekki alltaf að heyra sömu raddirnar aftur og aftur en þegar við erum að reyna að fjalla um eitthvað ákveðið málefni og viljum fá ákveðin svör verður það að koma frá manninum sem ber ábyrgð á hlutunum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 33-38 | Valur sótti tvö stig til Eyja Íslandsmeistarar Vals unnu góðan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í dag þegar liðin mættust í Olís-deild karla. Lokatölur í leiknum urðu 33-38 Valsmönnum í vil. 3. desember 2022 15:24