„Þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 09:01 Valsarinn Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. Hún mætir uppeldisliði sínu, systur sinni og föður síðar í dag. Selfoss „Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru. Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir fór og hitti systurnar Ásdísi Þóru og Lilju Ágústsdóttur ásamt Sigríði Unni Jónsdóttur, móður þeirra, niðri á Hlíðarenda fyrir leikinn í dag. „Þetta verður erfiður leikur fyrir Ásdísi,“ sagði Lilja full sjálfstrausts þó hún viðurkenndi að leikurinn gæti orðið örlítið erfiður fyrir Valsliðið. Kemur allt frá móðurinni „Ég reyni að peppa þær eins og ég get, vera eins hlutlaus og ég get. Það geta verið ansi líflegar umræður oft heima fyrir, ég neita því ekki,“ sagði Sigríður Unnur um leikinn sem hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég ætla að klappa fyrir öllum, vera bara á miðjunni og vera jákvæð og hress. Hugga svo þann sem þarf að hugga, það er bara þannig,“ bætti Sigríður Unnur við. Lilja hefur leikið mjög vel með Val sem trónir á toppi Olís deildar kvenna með fullt hús stiga. Hún þakkar samherjum sínum fyrir að senda boltann niður í horn. „Loksins er verið að senda eitthvað á mann í horninu, sem maður er búinn að væla yfir lengi. Núna er ég loksins að sýna honum þetta,“ sagði Lilja áður en móðirin fékk orðið. „Þetta er allt frá mömmunni, fólk veit það ekki en við erum alltaf hérna á leyniæfingum. Þetta er loksins að skila sér núna.“ Ásdís Þóra stefnir á að sökkva Vals-skútunni „Ég tel mig vera með uppskriftina að því. Við þurfum allar að eiga mjög góðan leik. Markvarslan, vörnin, það þarf allt að smella. Svo þarf Valur líka að eiga smá slappan leik.“ „Ég æfi með þeim kannski einu sinni í viku, þetta eru allt saman mjög góðar vinkonur mínar. Þetta verður allt mjög skrítið. Er mjög spennt, vonandi náum við upp góðum leik og veitum þeim smá keppni.“ „Neeeei. Nei það er mjög gaman, hún er loks að uppskera eins og hún er að sá síðastliðin ár,“ sagði Ásdís Þóra og hló aðspurð hvort það væri ekki gaman að sjá hversu vel systur hennar er að ganga um þessar mundir. Systur munu berjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 13.20 í dag, laugardag. Klippa: Systur munu berjast: Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdóttir
Handbolti Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira