Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 12:00 Börnin á Grandaborg hafa þurft að þola töluverðar breytingar á starfi vegna mygluvanda. Vísir/Vilhelm Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“ Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“
Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent