Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Snorri Másson skrifar 2. desember 2022 12:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan. United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan.
United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira