Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2022 16:02 Kevin McCarthy hefur lengi viljað verða forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann reyndi það árið 2015 en þó komu þingmenn af hægri væng Repúblikanaflokksins í veg fyrir það. AP/Susan Walsh Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir óvæntri mótspyrnu innan flokksins í tilraunum hans til að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar. Þingmenn flokksins hafa sagt að til greina komi að gera samkomulag við Demókrata um að kjósa þingforseta sem falli í kramið hjá þeim. McCarty varaði sjálfur við þessu á mánudaginn og sagði að ef Repúblikanar stæðu ekki saman, myndu Demókratar velja þingforseta. Ástæðan er sú hófsamir Repúblikanar telja margir hverjir öfgakenndari þingmenn flokksins muni nýta sér það að McCarthy þarf nauðsynlega á þeim að halda til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra, samkvæmt frétt Politico. Þar er um að ræða þann væng flokksins sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem margir Repúblikanar kenna um hve illa þeim gekk í kosningunum. Meðal þingmannanna er hin umdeilda Marjorie Taylor Greene. Jamie Harrison, nýkjörinn leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, deildi meðfylgjandi mynd á Twitter í gær. Hún sýnir McCarthy faðma Greene. They say a picture is worth a thousand words. pic.twitter.com/URNP9KFhgO— Jaime Harrison, DNC Chair (@harrisonjaime) November 30, 2022 McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Í aðdraganda þingkosninganna í byrjun nóvember gerðu kannanir og reynslan ráð fyrir því að Repúblikanar myndu ná tiltölulega góðum meirihluta í fulltrúadeildinni en svo fór ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Eins og staðan er núna tryggðu Demókratar sér 213 sæti í fulltrúadeildinni og Repúblikanar 220. Enn liggja úrslit ekki fyrir í tveimur kjördæmum. Washington post segir að líklega muni bæði þau sæti enda í höndum Repúblikana, þannig að þingið mun líklegast deilast milli flokka 222-213. Til að ná meirihluta á þinginu þarf 218 þingsæti. Þó nokkrir þingmenn standa í vegi McCarthy Til að verða þingforseti þarf meirihluta frá þeim sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni um embætti, sem fara mun fram þann 3. janúar. McCarthy myndi að öllum líkindum ekki fá eitt einasta atkvæði frá þingmönnum Demórkataflokksins og því má hann ekki við því að missa atkvæði frá eigin þingmönnum. Í frétt Washington Post segir að minnst fimm þingmenn Repúblikanaflokksins hafi gefið í skyn að þeir styðji ekki McCarthy, en miðað við það gæti hann verið í vandræðum. Þeir þingmenn sem styðja hann ekki gætu setið hjá og það myndi í raun lítil áhrif hafa þar sem McCarthy þarf einungis meirihluta greiddra atkvæða. Samkvæmt yfirliti WP um hvað umræddir þingmenn hafa sagt um McCarthy eru minnst fjórir þeirra sem sagt hafa að þeir muni ekki veita honum atkvæði þeirra. Einn til viðbótar hefur sagt að hann vilji annan forseta en það komi til greina að kjósa McCarthy. Þá eru fimm þingmenn til viðbótar sem hafa gefið opinberlega í skyn að þeir séu mótfallnir því að McCarthy verði þingforseti, án þess að segja það hreint út. Einn þingmaður sagði þar að auki við blaðamann Politico að hann vissi af fleirum sem hefðu ekkert sagt opinberlega en hefðu áhyggjur af stöðunni. Þingkonan Marjorie Taylor Greene er mjög umdeild og hófsamir þingmenn flokksins eru sagðir óttast þau áhrif sem hún og aðrir þingmenn sem þykja öfgakenndir munu hafa á Kevin McCarthy.AP/J. Scott Applewhite Ætlar að rannsaka rannsóknarnefndina McCarthy varaði í gær þingmennina í nefndinni sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra við og sagði þeim að varðveita gögn þeirra vegna rannsóknarinnar. Því undir stjórn hans myndi þingið rannsaka rannsókn þingnefndarinnar á næsta ári. Repúblikanar hafa áður gefið í skyn að nefndin verði felld niður á næsta ári. Búist er við því að nefndin muni gefa út ítarlega skýrslu í þessum mánuði. Í frétt New York Times segir að reglur þingsins segi þegar til um að meðlimir nefndarinnar eigi að varðveita öll gögn vegna rannsóknarinnar. Þá kemur þar fram að McCarthy hafi í bréfi sem hann sendi á formann nefndarinnar að heitið því að halda opna þingfundi um árásina, þegar stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosinganna 2020. Miðað við orð McCarthy ætlar hann þó að einblína á af hverju þinghúsið hafi ekki verið betur verið í stað þess að skoða hvað leiddi til árásarinnar, eins og þingnefndin hefur gert. Rannsaka einnig Pelosi og Dómsmálaráðuneytið Repúblikanar og þá sérstaklega þeir sem eru hvað lengst til hægri, eins og Greene, hafa ítrekað haldið því fram að öryggisleysi megi kenna um árásina á þinghúsið og logið því að Nancy Pelosi, fyrrverandi leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni og þingforseti, hafi borið ábyrgð á því. Greene hefur einnig fengið McCarthy til að lofa sér því að þingið muni rannsaka Pelosi og það hvernig Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur komið fram við fólk sem dæmt hefur verið fyrir að taka þátt í árásinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. 17. nóvember 2022 07:30 Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
McCarty varaði sjálfur við þessu á mánudaginn og sagði að ef Repúblikanar stæðu ekki saman, myndu Demókratar velja þingforseta. Ástæðan er sú hófsamir Repúblikanar telja margir hverjir öfgakenndari þingmenn flokksins muni nýta sér það að McCarthy þarf nauðsynlega á þeim að halda til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra, samkvæmt frétt Politico. Þar er um að ræða þann væng flokksins sem tengist Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem margir Repúblikanar kenna um hve illa þeim gekk í kosningunum. Meðal þingmannanna er hin umdeilda Marjorie Taylor Greene. Jamie Harrison, nýkjörinn leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, deildi meðfylgjandi mynd á Twitter í gær. Hún sýnir McCarthy faðma Greene. They say a picture is worth a thousand words. pic.twitter.com/URNP9KFhgO— Jaime Harrison, DNC Chair (@harrisonjaime) November 30, 2022 McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Í aðdraganda þingkosninganna í byrjun nóvember gerðu kannanir og reynslan ráð fyrir því að Repúblikanar myndu ná tiltölulega góðum meirihluta í fulltrúadeildinni en svo fór ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Eins og staðan er núna tryggðu Demókratar sér 213 sæti í fulltrúadeildinni og Repúblikanar 220. Enn liggja úrslit ekki fyrir í tveimur kjördæmum. Washington post segir að líklega muni bæði þau sæti enda í höndum Repúblikana, þannig að þingið mun líklegast deilast milli flokka 222-213. Til að ná meirihluta á þinginu þarf 218 þingsæti. Þó nokkrir þingmenn standa í vegi McCarthy Til að verða þingforseti þarf meirihluta frá þeim sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni um embætti, sem fara mun fram þann 3. janúar. McCarthy myndi að öllum líkindum ekki fá eitt einasta atkvæði frá þingmönnum Demórkataflokksins og því má hann ekki við því að missa atkvæði frá eigin þingmönnum. Í frétt Washington Post segir að minnst fimm þingmenn Repúblikanaflokksins hafi gefið í skyn að þeir styðji ekki McCarthy, en miðað við það gæti hann verið í vandræðum. Þeir þingmenn sem styðja hann ekki gætu setið hjá og það myndi í raun lítil áhrif hafa þar sem McCarthy þarf einungis meirihluta greiddra atkvæða. Samkvæmt yfirliti WP um hvað umræddir þingmenn hafa sagt um McCarthy eru minnst fjórir þeirra sem sagt hafa að þeir muni ekki veita honum atkvæði þeirra. Einn til viðbótar hefur sagt að hann vilji annan forseta en það komi til greina að kjósa McCarthy. Þá eru fimm þingmenn til viðbótar sem hafa gefið opinberlega í skyn að þeir séu mótfallnir því að McCarthy verði þingforseti, án þess að segja það hreint út. Einn þingmaður sagði þar að auki við blaðamann Politico að hann vissi af fleirum sem hefðu ekkert sagt opinberlega en hefðu áhyggjur af stöðunni. Þingkonan Marjorie Taylor Greene er mjög umdeild og hófsamir þingmenn flokksins eru sagðir óttast þau áhrif sem hún og aðrir þingmenn sem þykja öfgakenndir munu hafa á Kevin McCarthy.AP/J. Scott Applewhite Ætlar að rannsaka rannsóknarnefndina McCarthy varaði í gær þingmennina í nefndinni sem rannsakað hefur árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra við og sagði þeim að varðveita gögn þeirra vegna rannsóknarinnar. Því undir stjórn hans myndi þingið rannsaka rannsókn þingnefndarinnar á næsta ári. Repúblikanar hafa áður gefið í skyn að nefndin verði felld niður á næsta ári. Búist er við því að nefndin muni gefa út ítarlega skýrslu í þessum mánuði. Í frétt New York Times segir að reglur þingsins segi þegar til um að meðlimir nefndarinnar eigi að varðveita öll gögn vegna rannsóknarinnar. Þá kemur þar fram að McCarthy hafi í bréfi sem hann sendi á formann nefndarinnar að heitið því að halda opna þingfundi um árásina, þegar stuðningsmenn Trumps brutu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosinganna 2020. Miðað við orð McCarthy ætlar hann þó að einblína á af hverju þinghúsið hafi ekki verið betur verið í stað þess að skoða hvað leiddi til árásarinnar, eins og þingnefndin hefur gert. Rannsaka einnig Pelosi og Dómsmálaráðuneytið Repúblikanar og þá sérstaklega þeir sem eru hvað lengst til hægri, eins og Greene, hafa ítrekað haldið því fram að öryggisleysi megi kenna um árásina á þinghúsið og logið því að Nancy Pelosi, fyrrverandi leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni og þingforseti, hafi borið ábyrgð á því. Greene hefur einnig fengið McCarthy til að lofa sér því að þingið muni rannsaka Pelosi og það hvernig Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur komið fram við fólk sem dæmt hefur verið fyrir að taka þátt í árásinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47 Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. 17. nóvember 2022 07:30 Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. 29. nóvember 2022 11:53
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. 17. nóvember 2022 18:47
Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. 17. nóvember 2022 07:30
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37