Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli Stefán Snær Ágústsson skrifar 1. desember 2022 20:15 Vísir/Bára ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. ÍR-ingar taka stigin með sér heim og KR-ingar sitja sárir eftir, með háværar spurningar á lofti um framtíð leikmanna og þjálfara. Lokatölur 88-95 og KR í krísu. Leikurinn byrjaði af krafti með sterkar sóknir frá liði KR sem nýtti nær öll sín færi snemma leiks. ÍR-ingar áttu í fyrstu erfitt með að ná taki á leiknum en það tók ekki nema fimm mínútur fyrir mann leiksins, Taylor Maruice í liði ÍR, að taka völdin og láta til sín taka. Eftir gott upphaf missti KR niður drifkraftinn og hleypti ÍR aftur í leikinn. Undir mið fyrsta hluta leiks voru KR-ingar 10 stigum undir og stefndi í sannfærandi tap. KR náði þó að klóra rétt svo í bakkann og enduðu fyrri leikhluta fjórum stigum undir. Annar leikhluti varð mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að leiða. ÍR byrjaði betur, með Taylor Maurice í stjórnarstöðu og náði að halda forystunni þar til Þorvaldur Orri byrjaði að hitna í liði heimamanna. Það varð þó að engu þar sem ÍR leiddi leikinn í hálfleik með fimm stigum eftir að hafa verið undir með mínútu í leikhlé. Það var í seinni hálfleik þar sem KR vaknaði til lífsins og sýndi góða takta. Liðið leiddi eftir þriðja leikhluta eftir að Jordan Semple og Dagur Kár byrjuðu að setja stig á töfluna en það varð að engu þar sem enginn réð við Taylor Maurice, sem skilaði 24 stigum og 18 fráköstum. Hákon Örn, Colin Pryor og Ragnar Örn skiluðu 14 stigum hver í samheldri liðsframmistöðu. Nýting liðanna var fín en þó betri í liði gestanna, eða 52% á móti 40% hjá KR. KR nýtti aðeins 15% af þriggja stiga skotum sínum. Seinasti leikhlutinn var afar spennandi og liðin skiptust enn á ný á að taka forskot, en þegar nokkrar mínútur voru eftir varð ljóst að KR væri ekki að fara ná ÍR og tap lá fyrir heimaliðinu. Stuðningsmenn ÍR-inga létu heldur betur til sín taka á meðan tapþreyttir vesturbæingar flykktust út. KR liðið kveður Meistaravelli í kvöld með framtíð liðsins í efstu deild í óvissu og stöðu þjálfara og leikmanna undir pressu. ÍR-ingar fara sáttir frá borði, sigursaddir og bjartsýnir á framtíðina eftir verðskuldaðan og mikilvægan sigur. Af hverju vann ÍR? Þótt bæði liðin væru í fallbaráttu fyrir þennan leik var öll pressan á KR. ÍR nýtti sér stress í heimamönnum og skiluðu yfirvegaðri og samheldri frammistöðu. KR-ingar réðu ekki við sterkan varnarleik ÍR-inga sem náðu svo að sækja hratt eftir að boltinn fór yfir til þeirra. Gestirnir voru betri að nýta færin sín mest allan leikinn. ÍR endaði með 52% nýtingu á móti 40% hjá KR. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var enn og aftur Taylor Maurice Johns í liði ÍR-inga. Kaliforníumaðurinn var allt í öllu. Hann varðist af krafti og leiddi bæði liðin í blokkum með 4, rústaði öllum í fráköstum með 18 talsins og var stigakóngur leiksins með 24 stig. Leikmaður sem er með allt í sínum leik og hefur sannað sig sem gríðarlegur liðsstyrkur fyrir breiðholtsliðið í sínum fjórða leik á Íslandi. Hvað gekk illa? KR-ingar verða ósáttir með frammistöðu sína í þessum leik. Margt betra í kvöld en hefur sést á þessu tímabili en það náði enginn leikmaður í liði KR að taka leikinn að sér og stjórna. Það vantar leiðtoga í liðið sem náði ekki að skila sigurframmistöðu nema í stuttum köflum. 40% skotnýting getur ekki talist næg til sigurs og liðsandinn virðist illur í herbúðum vesturbæjarstórveldisins. Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara sáttir heim með hollt bil á milli sín og fallsætis. Spurningar verða spurðar um þjálfara KR eftir þennan fimmta tapleik í röð á heimavelli. Efasemdir eru uppi um hvort hann sé rétti maðurinn í starfið eða hvort leikmennirnir séu þeir réttu til að rétta við stöðunni hjá liði sem hefur unnið íslandsmeistaratitilinn sex sinnum á síðustu níu árum. Hvað sem gerist þá er eitt klárt, það verða gerðar breytingar. Ísak: Þungu fargi af mér létt Ísak var ánægður eftir sigurinn gegn KR.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wíum, var sáttur með sína menn eftir annan sigur í röð í deildinni. „Eftir síðustu tvo leiki er þungur fargi af mér létt. Að taka fjögur stig úr þessum tveimur leikjum.“ Aðspurður hvernig tilfinningin er eftir sigurinn „Gleði, hamingja og gaman að vera hérna“ Þjálfarinn hafði bara góða hluti að segja um mann leiksins, Taylor Maurice Johns. „Fyrst og fremst er hann skemmtileg týpa, hann gefur lífinu lit. Hann er ekki mikið hávaxnari en sumir þessi KR-ingar, það er bara svo mikill kraftur í honum og frákastalega er hann frábær. Hann pakkaði eiginlega bara Jordan Semple í frákastsbaráttunni í kvöld, til þess fengum við hann og hann er standast okkar væntingar hingað til“ Ísak var sáttur með sigurinn en segir alltaf hægt að bæta sig. „Við breyttum rosalega litlu í gegnum leikinn, ég hefði átt að bregðast fyrr við í varnarátökum, breyta aðeins en gerði það ekki sem eru svona mistök sem ég tek út úr þessu. Það sem við bættum var boltaflæðið en það er ekki eins og við höfum teiknað upp eitthvað sérstakt eða eitthvað svoleiðis. En í öllum þessum þremur sigurleikjum okkar höfum við verið undir fyrir fjórða leikhluta og það hlýtur að vera styrkleikamerki að við náum að klára leikinn.“ Spurður hvort liðið gæti enn skilgreint sig sem lið í fallbaráttu eftir tvo sigra í röð var Ísak hógvær. „Við erum ennþá í fallbaráttu en við erum líka í úrslitakeppnisbaráttu til að ná í sjötta sætið. Það er allt svo þröngt í þessari deild. Þú getur spurt mig eftir næsta leik ef við verðum komnir eitthvað lengra en það spáðu okkur allir lóðbeint niður svo við hljótum að vera í fallbaráttu.“ Subway-deild karla KR ÍR
ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. ÍR-ingar taka stigin með sér heim og KR-ingar sitja sárir eftir, með háværar spurningar á lofti um framtíð leikmanna og þjálfara. Lokatölur 88-95 og KR í krísu. Leikurinn byrjaði af krafti með sterkar sóknir frá liði KR sem nýtti nær öll sín færi snemma leiks. ÍR-ingar áttu í fyrstu erfitt með að ná taki á leiknum en það tók ekki nema fimm mínútur fyrir mann leiksins, Taylor Maruice í liði ÍR, að taka völdin og láta til sín taka. Eftir gott upphaf missti KR niður drifkraftinn og hleypti ÍR aftur í leikinn. Undir mið fyrsta hluta leiks voru KR-ingar 10 stigum undir og stefndi í sannfærandi tap. KR náði þó að klóra rétt svo í bakkann og enduðu fyrri leikhluta fjórum stigum undir. Annar leikhluti varð mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að leiða. ÍR byrjaði betur, með Taylor Maurice í stjórnarstöðu og náði að halda forystunni þar til Þorvaldur Orri byrjaði að hitna í liði heimamanna. Það varð þó að engu þar sem ÍR leiddi leikinn í hálfleik með fimm stigum eftir að hafa verið undir með mínútu í leikhlé. Það var í seinni hálfleik þar sem KR vaknaði til lífsins og sýndi góða takta. Liðið leiddi eftir þriðja leikhluta eftir að Jordan Semple og Dagur Kár byrjuðu að setja stig á töfluna en það varð að engu þar sem enginn réð við Taylor Maurice, sem skilaði 24 stigum og 18 fráköstum. Hákon Örn, Colin Pryor og Ragnar Örn skiluðu 14 stigum hver í samheldri liðsframmistöðu. Nýting liðanna var fín en þó betri í liði gestanna, eða 52% á móti 40% hjá KR. KR nýtti aðeins 15% af þriggja stiga skotum sínum. Seinasti leikhlutinn var afar spennandi og liðin skiptust enn á ný á að taka forskot, en þegar nokkrar mínútur voru eftir varð ljóst að KR væri ekki að fara ná ÍR og tap lá fyrir heimaliðinu. Stuðningsmenn ÍR-inga létu heldur betur til sín taka á meðan tapþreyttir vesturbæingar flykktust út. KR liðið kveður Meistaravelli í kvöld með framtíð liðsins í efstu deild í óvissu og stöðu þjálfara og leikmanna undir pressu. ÍR-ingar fara sáttir frá borði, sigursaddir og bjartsýnir á framtíðina eftir verðskuldaðan og mikilvægan sigur. Af hverju vann ÍR? Þótt bæði liðin væru í fallbaráttu fyrir þennan leik var öll pressan á KR. ÍR nýtti sér stress í heimamönnum og skiluðu yfirvegaðri og samheldri frammistöðu. KR-ingar réðu ekki við sterkan varnarleik ÍR-inga sem náðu svo að sækja hratt eftir að boltinn fór yfir til þeirra. Gestirnir voru betri að nýta færin sín mest allan leikinn. ÍR endaði með 52% nýtingu á móti 40% hjá KR. Hverjir stóðu upp úr? Maður leiksins var enn og aftur Taylor Maurice Johns í liði ÍR-inga. Kaliforníumaðurinn var allt í öllu. Hann varðist af krafti og leiddi bæði liðin í blokkum með 4, rústaði öllum í fráköstum með 18 talsins og var stigakóngur leiksins með 24 stig. Leikmaður sem er með allt í sínum leik og hefur sannað sig sem gríðarlegur liðsstyrkur fyrir breiðholtsliðið í sínum fjórða leik á Íslandi. Hvað gekk illa? KR-ingar verða ósáttir með frammistöðu sína í þessum leik. Margt betra í kvöld en hefur sést á þessu tímabili en það náði enginn leikmaður í liði KR að taka leikinn að sér og stjórna. Það vantar leiðtoga í liðið sem náði ekki að skila sigurframmistöðu nema í stuttum köflum. 40% skotnýting getur ekki talist næg til sigurs og liðsandinn virðist illur í herbúðum vesturbæjarstórveldisins. Hvað gerist næst? ÍR-ingar fara sáttir heim með hollt bil á milli sín og fallsætis. Spurningar verða spurðar um þjálfara KR eftir þennan fimmta tapleik í röð á heimavelli. Efasemdir eru uppi um hvort hann sé rétti maðurinn í starfið eða hvort leikmennirnir séu þeir réttu til að rétta við stöðunni hjá liði sem hefur unnið íslandsmeistaratitilinn sex sinnum á síðustu níu árum. Hvað sem gerist þá er eitt klárt, það verða gerðar breytingar. Ísak: Þungu fargi af mér létt Ísak var ánægður eftir sigurinn gegn KR.Vísir/Bára Dröfn Þjálfari ÍR, Ísak Máni Wíum, var sáttur með sína menn eftir annan sigur í röð í deildinni. „Eftir síðustu tvo leiki er þungur fargi af mér létt. Að taka fjögur stig úr þessum tveimur leikjum.“ Aðspurður hvernig tilfinningin er eftir sigurinn „Gleði, hamingja og gaman að vera hérna“ Þjálfarinn hafði bara góða hluti að segja um mann leiksins, Taylor Maurice Johns. „Fyrst og fremst er hann skemmtileg týpa, hann gefur lífinu lit. Hann er ekki mikið hávaxnari en sumir þessi KR-ingar, það er bara svo mikill kraftur í honum og frákastalega er hann frábær. Hann pakkaði eiginlega bara Jordan Semple í frákastsbaráttunni í kvöld, til þess fengum við hann og hann er standast okkar væntingar hingað til“ Ísak var sáttur með sigurinn en segir alltaf hægt að bæta sig. „Við breyttum rosalega litlu í gegnum leikinn, ég hefði átt að bregðast fyrr við í varnarátökum, breyta aðeins en gerði það ekki sem eru svona mistök sem ég tek út úr þessu. Það sem við bættum var boltaflæðið en það er ekki eins og við höfum teiknað upp eitthvað sérstakt eða eitthvað svoleiðis. En í öllum þessum þremur sigurleikjum okkar höfum við verið undir fyrir fjórða leikhluta og það hlýtur að vera styrkleikamerki að við náum að klára leikinn.“ Spurður hvort liðið gæti enn skilgreint sig sem lið í fallbaráttu eftir tvo sigra í röð var Ísak hógvær. „Við erum ennþá í fallbaráttu en við erum líka í úrslitakeppnisbaráttu til að ná í sjötta sætið. Það er allt svo þröngt í þessari deild. Þú getur spurt mig eftir næsta leik ef við verðum komnir eitthvað lengra en það spáðu okkur allir lóðbeint niður svo við hljótum að vera í fallbaráttu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti