VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:00 Orri Páll segir VG hafa sett nokkra fyrirvara við frumvarpið, sem hefur verið lagt fyrir þingið. Vísir Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG. Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um auknar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Meðal þess sem í því felst er að lögregla fær auknar heimildir til eftirlits en dómsmálaráðherra hefur sagt að þær heimildir eigi aðeins við um skipulagða brotastarfsemi og ógn við ríkið. Lögregla verði að gæta hófs Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu þegar afgreitt frumvarpið úr þingflokki en VG lauk því verki í gær. „Við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs teljum ástæðu til að árétta að þó sé gert ráð fyrir að lögregla hafi eftirlit með einstaklingum eða hópum til að sporna við skipulagðri brotastarfsemi þá skuli lögregla alltaf gæta hófs við beitingu slíkra rannsóknaraðferða,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna. Þannig sé slíkum rannsóknaraðferðum aðeins beitt þegar það telst nauðsynlegt og gangi ekki lengra en raunverulegt og rökstutt tilefni er til. Þá er að sögn Orra Páls hluti af frumvarpinu aukið eftirlit með störfum lögreglu, sem bæði lögmenn, þingmenn og lögregla sjálf hefur kallað eftir. Alþingi verði að koma að borðinu þegar reglum um vopnaburð er breytt Þá hefur verið til umræðu að auka við vopnaburð lögreglu og heimila rafvopn, þó það sé ekki hluti af frumvarpinu. „Það markar styrk samfélagsins og Íslands sem réttarríkis að það heyrir til algerra undantekninga að lögregla þurfi að beita vopnavaldi. Þannig að við leggjum líka áherslu á það hjá okkur og viljum árétta þá afstöðu að vopnaburður lögreglu skuli ekki verða almennur hér á landi og slíkt skuli forðast í lengstu lög,“ segir Orri Páll. Þá vilji þingflokkurinn að þingnefndin sem taki málið fyrir skoði hvort ráðherra beri að hafa samráð við Alþingi áður en reglum um vopnaburð lögreglu verður breytt. Á mánudag lagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til auknar fjárheimildir til lögreglu. Hluti þeirra fjármuna er eyrnamerktur baráttu gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Þó svo þetta frumvarp næði ekki fram að ganga, sem ég er ekki að segja að það geri ekki, þá sé full ástæða til að styðja og styrkja við lögregluna,“ sagði Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður VG.
Vinstri græn Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30 Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Lögreglan kalli ekki eftir forvirkum rannsóknarheimildum Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08
Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. 21. nóvember 2022 14:30
Boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna. 21. nóvember 2022 08:58