Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2022 08:01 Katarar styðja ekki lið með þessum hætti. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við. HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira
Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við.
HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Sjá meira