Mikið álag víða: „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 15:36 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er bjartsýnn á að staðan batni, þó það gerist vissulega ekki af sjálfu sér. Vísir/Vilhelm Álagið innan heilbrigðiskerfisins hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum en staðan er slæm víða. Ýmsar skýringar eru að baki að sögn forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að því að finna leiðir til að bæta stöðuna. Fólk er hvatt til að íhuga hvort það geti leyst málin á eigin spýtur áður en leitað er til heilsugæslunnar. „Það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur einhvern veginn undið upp á sig að undanförnu, hvað það hefur mikið verið um að vera og stundum alveg í það mesta,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um stöðu mála. Hluti af auknu álagi tengist að sögn Óskars því að heildarfjöldi samskipta við heilsugæsluna hafi verið að aukast á undanförnum mánuðum og árum með tilkomu rafrænna tenginga. Fólk eigi auðvelt með að ná beinu sambandi sem leiði frekari aðsóknar.Þá séu umgangspestirnar fyrr á ferðinni í ár auk þess sem margir starfsmenn eigi inni frí og því færri í vinnu. „Þegar þetta allt telst saman þá erum við bara í klípu,“ segir Óskar. Fólk geti hjálpað sér sjálft stundum Hægt væri þó að minnka álagið að hluta ef að sjúklingar leita ekki á heilsugæslu án þess að nauðsyn sé til. Nefnir hann til að mynda væg veikindi eins og kvef og pestir sem að þarfnast oft ekki læknisaðstoðar. Fólk geti kynnt sér hlutina sjálft til að mynda á Heilsuveru og notað netspjallið til að komast að því hvernig það eigi að snúa sér. „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið. Ef að maður síðan metur það að maður þurfi að halda áfram og fá meiri upplýsingar eða leiðsögn heldur en þar er, þá er hægt að gera það í gegnum upplýsingamiðstöðina 513-1700 eða á sinni heilsugæslustöð,“ segir Óskar. Þá fari óþarflega mikill tími í að skrifa út vottorð við minnstu tilefni. Aðspurður um hvort það gæti verið lausn að biðla til atvinnurekenda að biðja ekki um vottorð vegna veikinda sem vara stutt svarar Óskar játandi. Kerfið virki best þegar allir eru að gera það sem það kann best og allir vinna að því að láta hlutina ganga upp. „Ef að hjartaskurðlæknirinn er ekki að mæla blóðþrýsting í fólki alla daga heldur að sinna bara sinni sérgrein, eða heimilislæknir að sinna því sem á heima hjá honum og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður að sinna því sem þau eiga að gera, þannig getum við aukið skilvirknina. Fólk er á réttum stað í kerfinu og þá held ég að við eigum auðveldara alla vega á næstu árum með að ráða við þetta,“ segir hann. Verið sé annars að leita leiða til að vinna betur úr málunum svo hægt sé að afgreiða sem flesta en eins og stendur er til að mynda löng bið víða eftir heimilislækni. Óskar tekur þó fram að það sé alltaf opið á öllum stöðvum ef um bráð tilfelli er að ræða. Þá hafi Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar verið efld töluvert. „Við erum alltaf að reyna að gera þjónustuna tryggari og betri fyrir okkar fólk með því til dæmis að meta hvaða leið er best að fara. Upplýsingamiðstöðin er náttúrulega klassískt dæmi um tilraun okkar til að láta hlutina ganga betur. Við erum með fólk í símanum sem er að afgreiða fyrir allt landið, fyrir allar heilsugæslustöðvarnar á landinu, og leiðbeina fólki í kerfinu þannig það sé aldrei neinn tvíverknaður,“ segir Óskar. Mönnunin áfram erfitt vandamál Stór hluti vandamálsins er aftur á móti mönnun, líkt og tíðrætt hefur verið undanfarin ár, en víða vantar lækna og hjúkrunarfræðinga. Heimilislæknar eru þá allt of fáir að sögn Óskars en verið er að leysa úr því tímabundið með því að halda í lækna sem eru komnir á eftirlaunaaldur. „Það vantar einhverja tugi þar og það eru mjög fáir að útskrifast akkúrat núna. Við eigum von á að fleiri útskrifist í þeim hópi eftir tvö ár og svo áfram. Það eru núna hundrað læknar að læra heimilislækningar þannig að þetta breytist þó að staðan sé erfið núna,“ segir hann. Að því er kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Viðreisnar sem birt var í síðustu viku á vef Alþingis er unnið að mönnunargreiningu þvert á heilbrigðiskerfið en ekki liggur fyrir sjálfstætt tölulegt mat af hálfu ráðuneytisins um hver þörfin er á starfandi læknum. Heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ástandið harðlega innan kerfisins. Læknirinn Oddur Þórir Þórarinsson bættist í hóp þeirra í gær þegar hann gagnrýndi harðlega álagið í samtali við fréttastofu og sagði eflaust marga í sömu sporum og hann, að sjá ekki fyrir sér að vera enn í stéttinni eftir nokkur ár. „Það er alltaf áhyggjuefni og við þurfum auðvitað að reyna að taka þeirri áskorun alvarlega, að reyna að gera vinnuumhverfið ákjósanlegt. Með því að nýta fólkið sem best og þekkingu allra sem allra best, þá eigum við möguleikann á að láta hlutina ganga upp,“ segir Óskar aðspurður um hvort hann hafi áhyggjur af því að starfsfólk muni brenna út áður en hlutirnir batna. Hann er þó bjartsýnn þrátt fyrir allt að ástandið muni batna, þó það gerist ekki að sjálfu sér. „Þetta er farið að vera alveg meðvituð stefna, hvernig maður ætlar að gera þetta, þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það stefnir að óefni ef við erum ekki alveg að vinna í því láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur einhvern veginn undið upp á sig að undanförnu, hvað það hefur mikið verið um að vera og stundum alveg í það mesta,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um stöðu mála. Hluti af auknu álagi tengist að sögn Óskars því að heildarfjöldi samskipta við heilsugæsluna hafi verið að aukast á undanförnum mánuðum og árum með tilkomu rafrænna tenginga. Fólk eigi auðvelt með að ná beinu sambandi sem leiði frekari aðsóknar.Þá séu umgangspestirnar fyrr á ferðinni í ár auk þess sem margir starfsmenn eigi inni frí og því færri í vinnu. „Þegar þetta allt telst saman þá erum við bara í klípu,“ segir Óskar. Fólk geti hjálpað sér sjálft stundum Hægt væri þó að minnka álagið að hluta ef að sjúklingar leita ekki á heilsugæslu án þess að nauðsyn sé til. Nefnir hann til að mynda væg veikindi eins og kvef og pestir sem að þarfnast oft ekki læknisaðstoðar. Fólk geti kynnt sér hlutina sjálft til að mynda á Heilsuveru og notað netspjallið til að komast að því hvernig það eigi að snúa sér. „Ef maður getur bjargað sér sjálfur þá er það alltaf besta ráðið. Ef að maður síðan metur það að maður þurfi að halda áfram og fá meiri upplýsingar eða leiðsögn heldur en þar er, þá er hægt að gera það í gegnum upplýsingamiðstöðina 513-1700 eða á sinni heilsugæslustöð,“ segir Óskar. Þá fari óþarflega mikill tími í að skrifa út vottorð við minnstu tilefni. Aðspurður um hvort það gæti verið lausn að biðla til atvinnurekenda að biðja ekki um vottorð vegna veikinda sem vara stutt svarar Óskar játandi. Kerfið virki best þegar allir eru að gera það sem það kann best og allir vinna að því að láta hlutina ganga upp. „Ef að hjartaskurðlæknirinn er ekki að mæla blóðþrýsting í fólki alla daga heldur að sinna bara sinni sérgrein, eða heimilislæknir að sinna því sem á heima hjá honum og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður að sinna því sem þau eiga að gera, þannig getum við aukið skilvirknina. Fólk er á réttum stað í kerfinu og þá held ég að við eigum auðveldara alla vega á næstu árum með að ráða við þetta,“ segir hann. Verið sé annars að leita leiða til að vinna betur úr málunum svo hægt sé að afgreiða sem flesta en eins og stendur er til að mynda löng bið víða eftir heimilislækni. Óskar tekur þó fram að það sé alltaf opið á öllum stöðvum ef um bráð tilfelli er að ræða. Þá hafi Upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar verið efld töluvert. „Við erum alltaf að reyna að gera þjónustuna tryggari og betri fyrir okkar fólk með því til dæmis að meta hvaða leið er best að fara. Upplýsingamiðstöðin er náttúrulega klassískt dæmi um tilraun okkar til að láta hlutina ganga betur. Við erum með fólk í símanum sem er að afgreiða fyrir allt landið, fyrir allar heilsugæslustöðvarnar á landinu, og leiðbeina fólki í kerfinu þannig það sé aldrei neinn tvíverknaður,“ segir Óskar. Mönnunin áfram erfitt vandamál Stór hluti vandamálsins er aftur á móti mönnun, líkt og tíðrætt hefur verið undanfarin ár, en víða vantar lækna og hjúkrunarfræðinga. Heimilislæknar eru þá allt of fáir að sögn Óskars en verið er að leysa úr því tímabundið með því að halda í lækna sem eru komnir á eftirlaunaaldur. „Það vantar einhverja tugi þar og það eru mjög fáir að útskrifast akkúrat núna. Við eigum von á að fleiri útskrifist í þeim hópi eftir tvö ár og svo áfram. Það eru núna hundrað læknar að læra heimilislækningar þannig að þetta breytist þó að staðan sé erfið núna,“ segir hann. Að því er kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Viðreisnar sem birt var í síðustu viku á vef Alþingis er unnið að mönnunargreiningu þvert á heilbrigðiskerfið en ekki liggur fyrir sjálfstætt tölulegt mat af hálfu ráðuneytisins um hver þörfin er á starfandi læknum. Heilbrigðisstarfsmenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ástandið harðlega innan kerfisins. Læknirinn Oddur Þórir Þórarinsson bættist í hóp þeirra í gær þegar hann gagnrýndi harðlega álagið í samtali við fréttastofu og sagði eflaust marga í sömu sporum og hann, að sjá ekki fyrir sér að vera enn í stéttinni eftir nokkur ár. „Það er alltaf áhyggjuefni og við þurfum auðvitað að reyna að taka þeirri áskorun alvarlega, að reyna að gera vinnuumhverfið ákjósanlegt. Með því að nýta fólkið sem best og þekkingu allra sem allra best, þá eigum við möguleikann á að láta hlutina ganga upp,“ segir Óskar aðspurður um hvort hann hafi áhyggjur af því að starfsfólk muni brenna út áður en hlutirnir batna. Hann er þó bjartsýnn þrátt fyrir allt að ástandið muni batna, þó það gerist ekki að sjálfu sér. „Þetta er farið að vera alveg meðvituð stefna, hvernig maður ætlar að gera þetta, þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það stefnir að óefni ef við erum ekki alveg að vinna í því láta hlutina ganga upp,“ segir hann.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. 23. september 2022 19:31