Fyrrverandi forseti Kína látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 09:30 Kona tekur mynd af mynd af Jiang Zemin, fyrrverandi forseta Kína, á þjóðmiðjasafni í Beijing árið 2018. Vísir/EPA Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann. Kína Andlát Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Kína greindu frá því að Jiang hefði látist í Sjanghæ skömmu eftir hádegi að þarlendum tíma í dag. Banamein hans er sagt hvítblæði og margföld líffærabilun. Hans er minnst sem eins helsta leiðtoga landsins á seinni árum en undir stjórn hans varð Kína opnara fyrir umheiminum og mikið hagvaxtarskeið gekk í garð. Jiang reis til æðstu metorða eftir harðvítuga valdabaráttu umbótasinna og harðlínumanna innan Kommúnistaflokksins í kjölfar mótmælanna á Torgi hins himneska friðar sem stjórnvöld börðu niður af mikilli hörku árið 1989, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kína var útskúfað úr alþjóðsamfélaginu um tíma vegna ofbeldisins. Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi alþýðulýðveldisins, skipaði Jiang leiðtoga til þess að miðla málum á milli stríðandi fylkinga innan flokksins en hann hafði verið flokksleiðtogi og borgarstjóri í Sjanghæ. Tók Jiang við af Zhao Ziyang sem Deng rak fyrir að hafa of mikla samúð með mótmælendum. Zhao var haldið í stofufangelsi þar til hann lést árið 2005. Hann var aðalritari Kommúnistaflokksins í þrettán ár. Í tíð Jiangs tók Kína aftur við Hong Kong árið 1997 og gekk í Alþjóðaviðskiptastofnunina árið 2001. Heima fyrir herti Kommúnistaflokkurinn enn tökin og pólitískar umbætur voru látnar sitja á hakanum. Stjórn Jiangs sætti nokkurri gagnrýni fyrir að banna trúarhópinn Falun Gong árið 1999. Þá voru mannréttindafrömuðir, verkalýðsleiðtoga og lýðræðissinnar fangelsaðir. Árið 2002 steig Jiang til hliðar sem leiðtogi flokksins en hélt áfram sem formaður miðstjórnar hernefndar hans í tvö ár í viðbót. AP-fréttastofan segir að Jiang hafi áfram haft áhrif á framgang flokksfélaga á bak við tjöldin. Hu Jintao tók við forystu Kommúnistaflokksins af Jiang árið 2002 og varð forseti landsins 2003. Jiang er sagður hafa verið argur Deng fyrir að skipa Hu leiðtoga og neita honum þannig um að velja eigin eftirmann.
Kína Andlát Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira