Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. nóvember 2022 09:43 Frá samstöðumótmælum í New York. AP/John Minchillo Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna. Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda í risaborginni Guangzhou í nótt. Mótmælendur köstuðu hlutum að óeirðarlögreglu í sóttvarnagöllum, sem réðist gegn fólkinu og handtók að minnsta kosti tug manna. Þá voru að minnsta kosti þrír handteknir í þorpinu Houjiao í stjórnsýslueiningunni Haizhu. Bróðurpartur allra Covid-tilvika í Guangzhou hefur greinst í Houjiao en íbúar þar eru um 1,8 milljón talsins. Útgöngubann hefur verið í gildi á stórum svæðum í Houjiao frá því í október. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í öryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjastórn stæði með þeim sem mótmæltu friðsamlega, hvort sem um væri að ræða Kína eða Íran. Það ætti ekki að ógna mótmælendum né beita þá harðræði. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði þarlend stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála og að allir Kínverjar ættu að njóta frelsis til að mótmæla og tjá sig. Mótmælaöldur á borð við þá sem nú gengur yfir Kína eru fátíðar og stjórnvöld hafa meðal annars brugðist við með því að leita uppi mótmælendur og handtaka. Fjöldi þeirra sem hefur verið handtekinn er ókunnur. Mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir afsögn forsetans Xi Jinping. Utanríkisráðherra Kína hefur sagt að iðka beri réttindi og frelsi innan ramma laganna.
Kína Bandaríkin Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira