KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 23:31 Steinar Aronsson segir að KR-ingar þurfi að losa sig við þjálfarann til að snúa genginu við. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira