KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. nóvember 2022 23:31 Steinar Aronsson segir að KR-ingar þurfi að losa sig við þjálfarann til að snúa genginu við. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var einfaldlega spurningin: „Hvað er til ráða hjá KR?“ Steinar Aronsson, sérfræðingur þáttarins, var ekkert að skafa af hlutunum. Hann telur bestu lausnina vera að losa sig við þjálfarann, en liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu sjö umferðum tímabilsins. „Hvað er til ráða hjá KR? Þetta er náttúrulega bara... Láta Helga fara,“ sagði Steinar ískaldur. „Þetta er bara komið gott. Það er svo margt sem er að hjá KR. Þeir gefa út fyrir tímabilið einhverja eldræðu að þeir ætli að spila á ungum leikmönnum og byggja þetta upp á KR-ingum, en svo eru bara komnir fimm útlendingar í liðið og þeir sækja Dag Kár sem er Stjörnumaður og ekkert að frétta.“ „Þeir eru með Helga þarna og liðið virðist vera stjórnlaust og það hlustar enginn á hann. Hann byrjar Keflavíkurleikinn á því að segja að þeir þurfi að hlaupa til baka og stoppa þessi hraðaupphlaup og auðveldu stig sem þeir eru að fá. Fyrsta sem gerist er að fyrstu 6-7 körfurnar eru bara hraðaupphlaup.“ „Þannig að það virðist sem leikmenn séu ekki að treysta á hann allavega þannig ég sé lítið annað í stöðunni en að láta hann fara. En hver á að taka við? Það veit ég ekki hins vegar,“ sagði Steinar að lokum. Kollegi Steinars, Sævar Sævarsson, var þó ragur við að taka í sama streng. „Vá! Það á bara að taka hérna KR goðsögn og henda honum undir rútuna,“ sagði Sævar, en bætti þó við að hann bæri virðingu fyrir Steinari fyrir að þora að nefna þetta. „Ég myndi nú kannski ekki fara alveg svona langt. Helga greyinu til varnar þá eru gæðin í erlendu leikmönnunum ekki næg vegna þess að íslensku leikmennirnir eru ekki það góðir að þeir vegi það upp. Þeir eru með tvo íslenska sem eru alvöru gæðaleikmenn en ég myndi segja að þyrfti allavega að losa þrjá [útlendinga] af fjórum.“ Sævar var þó ekki alveg sannfærður um sín eigin orð og ákvað að líklega væri best að losna alla erlendu leikmennina. „Samt sko. Losa alla. Ef þeir ætla að halda sér uppi þurfa þeir að losa alla og bara endurskipuleggja liðið frá A-Ö.“ Klippa: Framlengingin: KR-ingar þurfi að láta Helga fara KR-ingar voru þó ekki eina umræðuefni strákana því einnig veltu þeir því fyrir sér hvort Höttur eða Grindavík myndi fara í úrslitakeppnina, af hverju enginn Kani virðist virka hjá Keflvíkingum, hver besti Evrópumaðurinn í deildinni væri og hversu langt Haukar geta farið á tímabilinu, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld KR Subway-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum