Ekki of seint að gera betur Inga Sæland skrifar 29. nóvember 2022 14:31 Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Fjárlagafrumvarp 2023 Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. nóvember sl. lagði ég fram breytingartillögu við frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga. Þar var lagt til að eingreiðsla til öryrkja yrði hækkuð úr 27.772 krónum skatta og skerðingalaust í 60.000 krónur. Einnig lagði ég til að skatta og skerðingalaus eingreiðsla að sömu fjárhæð yrði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem enga aðra framfærslu hafa en berstrípaðar greiðslur Tryggingastofnunar. Þar er um að ræða einstaklinga sem áður voru öryrkjar en við 67 ára aldur urðu „stálheilbrigðir“ eldri borgarar og í stað greiðslu frá TR vegna örorku fá nú greiðslu þaðan sem ellilífeyri. Sú greiðsla er lægri en greiðslan vegna örorkunnar var. Einnig eru í þessum sárafátækasta hópi eldra fólks fullorðnar konur sem eyddu starfsæviárum sínum í hið vanþakkláta starf heimavinnandi húsmóður. Gamlar konur í dag sem eiga engin réttindi úr lífeyrissjóði en eru kyriflega múraðar inni í rammgerðri fátæktargildrunni sem sjórnvöld hafa múrað um svo allt of marga. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í gærmorgun var svo samþykkt að greiða 60.300 króna eingreiðslu til öryrkja í desember. Ákvörðun sem er byggð á breytingartillögu minni við fyrirliggjandi frumvarpi til fjáraukalaga hvað lítur að skatta og skerðingalausri greiðslu til öryrkja. Þann hluta ber að þakka og miður að þurfa á sama tíma að fordæma þau vinnubrögð nefndarinnar að hundsa enn og aftur aldraða í sárri neyð. Enn og aftur að mismuna þeim og snúa blinda auganu að vanmætti þeirra og bágindum. Það myndi kosta ríkissjóð um 360 millj. kr. að koma til móts við þennan verst setta hóp eldra fólks. Hvernig getur það vafist fyrir fjármálaráðherra að hjálpa þeim? Hann sem hefur óskað umboðs í fjáraukanum upp á 6 milljarða króna til að fjárfesta í nýju höll Landsbankans á Austurbakka. Það sem ég kalla Snobb-Hill og ekkert annað. Það vefst ekki fyrir ríkisstjórninni að lækka bankaskatt um milljarða króna hjá moldríkum fjármálastofnunum sem eru nú í óðaverðbólgu og okurvöxtum að maka krókinn sem aldrei fyrr á kostnað skuldsettra heimila og fyrirtækja. Það hefur heldur ekki vafist fyrir þeim að lækka veiðigjöldin á stórútgerðina eins og raunverulega var gert á síðasta kjörtímabili. Það er kaldhæðnislegt í meira lagi að ráðherra málaflokksins skuli reyna að réttlæta það hvernig hann ætlar að skilja þennan fátækasta hóp aldraðra útundan með þeim rökum, að lögunum hafi verið breytt til batnaðar fyrir þau á dögunum. Staðreyndin er hins vegar sú að sá hópur sem breytingartillaga mín tekur til, er ekkert betur settur þótt lögunum hafi verið breytt. Grunnframfærsla þeirra er sem fyrr, langt undir fátæktarmörkum. Ég skora hér með á alla þá sem hafa vald til, að sýna gæsku og mannúð fyrir jólin. Það er aldrei of seint að gera betur Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun