Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 19:30 Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir Reykjavík ekki standa sig þegar kemur að framboði af lóðum. Þá sé allt regluverk í kringum nýbyggingar óskilvirkt. Vísir/Sigurjón Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk. Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Á síðasta ári voru ríflega fimm þúsund íbúðir í byggingu á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar sem er aukning um næstum tólf hundruð milli ára. Sérfræðingar hjá Húsnæðis -og mannvirkjastofnun sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta væri ekki nóg til að anna fyrirliggjandi þörf og það jafnvel þó að mannfjöldinn hafi verið of talinn um tæplega tíu þúsund manns. Fram kom að samkvæmt nýrri talningu yrðu um þrjú þúsund íbúðir tilbúnar á þessu ári. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins tekur undir þetta en þó megi sjá meiri stöðugleika í framboði en áður. „Þetta er ekki nægilega mikið af íbúðum sem eru að koma inn á ári en þeirra mat hefur verið að það þurfi að koma rétt um þrjú þúsund og fimm hundruð tilbúnar íbúðir á ári,“ segir hann. Fulltrúar borgaryfirvalda lofuðu meira lóðaframboði í síðustu kosningabaráttu. Ingólfur segir hins vegar að enn sé skortur á lóðum í Reykjavík. „Reykjavík er náttúrulega stór í þessu en borgaryfirvöld hafa því miður ekki verið að standa sig nægjanlega. Svo eru fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu eins og Kópavogur þar sem vantar land. Það er þó ekki staðan í Reykjavík því þeir hafa nægt land til að brjóta undir nýja byggð,“ segir Ingólfur. Fleira komi til. „Skipulagsferlið tekur einfaldlega alltof langan tíma frá upphafi til enda. Við sjáum líka ósamræmi milli byggingafulltrúa til að mynda. Þannig að það er þetta stig byggingarframkvæmdanna sem má bæta og flýta þá framkvæmdum. Í leiðinni væri verið gera þetta ódýrara og hagkvæmara. Til hagsbóta fyrir byggingaraðila og heimilin í landinu.“ segir hann. Vegna mikilla verðhækkana á húsnæði undanfarin ár og hás vaxtarstigs hefur ungu fólki reynst sífellt erfiðara að kaupa sér húsnæði. Ingólfur segir því gríðarlega mikilvægt að byggingar á nýju húsnæði uppfylli fyrirliggjandi þörf. „Lykilþátturinn í þessu er framboðið. Að við sköffum nægt framboð til að mæta þörfum ekki síst þessara stóru hópa sem eru að koma inn á markaðinn,“ segir hann.
Reykjavík Byggingariðnaður Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira