Fordæmir Balenciaga eftir að óhugnanlegar myndir fóru í birtingu Elísabet Hanna skrifar 28. nóvember 2022 14:31 Kim Kardashian er að endurskoða samstarf sitt við merkið. Getty/Jeremy Moeller/ Araya Doheny Athafnakonan Kim Kardashian segir nýja auglýsingaherferð Balenciaga sláandi og ógeðslega. Hún fordæmdi merkið á Twitter í kjölfarið á harðri gagnrýni á nýja auglýsingaherferð tískuhússins. Kim er ein af þeim fjölmörgu stjörnum sem starfa opinberlega með Balenciaga. Hún segir auglýsingaherferðina þeirra ýta undir ofbeldi gagnvart börnum. Myndbirtingarnar sem um ræðir eru af börnum með bangsa í BDSM ólum og tóm vínglös og aðra óviðeigandi hluti í kringum sig. Það voru þó ekki einu myndirnar úr herferðinni sem stuðuðu fólk en myndir sem innihalda dómsskjöl um barnaklám og list af nöktum börnum fóru einnig í dreifingu frá merkinu. Balenciaga is promoting sexualisation and abuse of Children by making kids hold BDSM Bondage teddy bears. I don t believe in cancel culture but when you use children to try and spread a sick message your brand deserves to be cancelled. #Balenciaga #BalenciagaGate pic.twitter.com/OBiagimksO— Oli London (@OliLondonTV) November 23, 2022 Balenciaga hefur fjarlægt allt tengt auglýsingaherferðinni af sínum miðlum en áður en það var gert náðust skjáskot af myndunum. Netverjar furða sig á því hvernig hugmyndin náði að fá grænt ljós frá fjölmörgum aðilum og fara í birtingu frá vörumerkinu. I cannot believe Balenciaga just- who signed off???? Who s idea was it even because they need to be in jail. This is concerning. Horrifying.— (@angelmillk) November 21, 2022 Skjöl um barnaklám og list með nöktum börnum Ásamt myndunum sem teknar voru fyrir auglýsingaherferðina af börnunum mátti sjá mynd af skjölum frá bandarískum dóm þar sem fjallað er um lög í tengslum við barnaklám. Skjölin voru undir tösku frá merkinu á myndinni og mátti sjá glitta í textann í þeim. the brand "Balenciaga" just did a uh..... interesting... photoshoot for their new products recently which included a very purposely poorly hidden court document about 'virtual child porn'normal stuff pic.twitter.com/zjMN5WhZ0s— shoe (@shoe0nhead) November 21, 2022 Önnur mynd af fyrirsætu í skrifborðsstól með bókina Fire from the Sun fyrir aftan sig var einnig hluti af auglýsingaherferðinni. Bókin er frá listamanninum Michael Borremans og inniheldur myndir af nöktum börnum sem hlaupa um með aflimaða líkamsparta þakta blóði. OHHHHHH MYYYYY G #BALENCIAGA !!!!!!!!!!! pic.twitter.com/Fa6TOO6EXk— N TLY D NIS (@itsnatlydenise) November 23, 2022 Kim hefur rofið þögnina Sjálf hefur athafnakonan Kim verið í miklu og farsælu samstarfi við merkið undanfarin misseri. Netverjar gagnrýndu að hún tjáði sig ekki strax um málið. Hún segist hafa viljað ræða málið við talsmenn Balenciaga áður en hún birti opinbera yfirlýsingu. Kim segir herferðina ógeðslega og sláandi og segist reyna að skilja hvernig svona hafi getað gerst. Hún segir öryggi barna alltaf þurfa að vera í fyrirrúmi og að allar tilraunir til þess að gera ofbeldi gagnvart börnum að eðlilegum hlut eigi ekki heima í okkar samfélagi. Kim segist kunna að meta afsökunarbeiðnina og segir vörumerkið gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Sjálf er hún að endurmeta samstarf sitt við Balenciaga. Hér að neðan má sjá hvað Kim hafði um málið að segja á Twitter: As a mother of four, I have been shaken by the disturbing images. The safety of children must be held with the highest regard and any attempts to normalize child abuse of any kind should have no place in our society period.— Kim Kardashian (@KimKardashian) November 27, 2022 As for my future with Balenciaga, I am currently re-evaluating my relationship with the brand, basing it off their willingness to accept accountability for something that should have never happened to begin with & the actions I am expecting to see them take to protect children.— Kim Kardashian (@KimKardashian) November 28, 2022 Ljósmyndarinn fríar sig ábyrgð Ljósmyndarinn Gabriele Galimberti segist hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að herferðin fór af stað. Sjálfur er hann þekktur fyrir að mynda börn með uppáhalds hlutunum sínum í kringum sig og kallar þá seríu, sem hann deilir á Instagram, Leikfangasögu (e. Toy Story). Í þessu tilviki segist hann hafa verið beðinn um að mynda fyrirsæturnar og hlutina, sem merkið valdi, í þeim stíl. Hér má sjá dæmi um mynd úr leikfangasögu seríunni hans. View this post on Instagram A post shared by Gabriele Galimberti (@gabrielegalimbertiphoto) Hann segist þó ekki hafa haft neitt með það að gera í hvaða átt herferðin fór og hvaða hlutir hafi verið myndaðir. Hann segist ekki eiga neitt í myndinni þar sem skjölin birtast og að sú mynd hafi verið tekin á öðrum tökustað og ranglega sett fram sem hluti af hans myndum. Balenciaga biðst afsökunar Balenciaga hefur gefið frá sér yfirlýsingu og afsökunarbeiðni þess efnis að bangsatöskurnar hefðu ekki átt að vera myndaðar með börnum í auglýsingaherferðinni. „Við erum búin að fjarlægja herferðina af öllum birtingarstöðum,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Einnig hyggst merkið ætla að sækja réttar síns gegn þeim aðilum sem settu óviðeigandi hluti á tökustaðinn eins og dómsskjöl tengd barnaklámi. View this post on Instagram A post shared by Balenciaga by Demna (@demnagram) View this post on Instagram A post shared by Balenciaga by Demna (@demnagram) Tíska og hönnun Réttindi barna Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Kim er ein af þeim fjölmörgu stjörnum sem starfa opinberlega með Balenciaga. Hún segir auglýsingaherferðina þeirra ýta undir ofbeldi gagnvart börnum. Myndbirtingarnar sem um ræðir eru af börnum með bangsa í BDSM ólum og tóm vínglös og aðra óviðeigandi hluti í kringum sig. Það voru þó ekki einu myndirnar úr herferðinni sem stuðuðu fólk en myndir sem innihalda dómsskjöl um barnaklám og list af nöktum börnum fóru einnig í dreifingu frá merkinu. Balenciaga is promoting sexualisation and abuse of Children by making kids hold BDSM Bondage teddy bears. I don t believe in cancel culture but when you use children to try and spread a sick message your brand deserves to be cancelled. #Balenciaga #BalenciagaGate pic.twitter.com/OBiagimksO— Oli London (@OliLondonTV) November 23, 2022 Balenciaga hefur fjarlægt allt tengt auglýsingaherferðinni af sínum miðlum en áður en það var gert náðust skjáskot af myndunum. Netverjar furða sig á því hvernig hugmyndin náði að fá grænt ljós frá fjölmörgum aðilum og fara í birtingu frá vörumerkinu. I cannot believe Balenciaga just- who signed off???? Who s idea was it even because they need to be in jail. This is concerning. Horrifying.— (@angelmillk) November 21, 2022 Skjöl um barnaklám og list með nöktum börnum Ásamt myndunum sem teknar voru fyrir auglýsingaherferðina af börnunum mátti sjá mynd af skjölum frá bandarískum dóm þar sem fjallað er um lög í tengslum við barnaklám. Skjölin voru undir tösku frá merkinu á myndinni og mátti sjá glitta í textann í þeim. the brand "Balenciaga" just did a uh..... interesting... photoshoot for their new products recently which included a very purposely poorly hidden court document about 'virtual child porn'normal stuff pic.twitter.com/zjMN5WhZ0s— shoe (@shoe0nhead) November 21, 2022 Önnur mynd af fyrirsætu í skrifborðsstól með bókina Fire from the Sun fyrir aftan sig var einnig hluti af auglýsingaherferðinni. Bókin er frá listamanninum Michael Borremans og inniheldur myndir af nöktum börnum sem hlaupa um með aflimaða líkamsparta þakta blóði. OHHHHHH MYYYYY G #BALENCIAGA !!!!!!!!!!! pic.twitter.com/Fa6TOO6EXk— N TLY D NIS (@itsnatlydenise) November 23, 2022 Kim hefur rofið þögnina Sjálf hefur athafnakonan Kim verið í miklu og farsælu samstarfi við merkið undanfarin misseri. Netverjar gagnrýndu að hún tjáði sig ekki strax um málið. Hún segist hafa viljað ræða málið við talsmenn Balenciaga áður en hún birti opinbera yfirlýsingu. Kim segir herferðina ógeðslega og sláandi og segist reyna að skilja hvernig svona hafi getað gerst. Hún segir öryggi barna alltaf þurfa að vera í fyrirrúmi og að allar tilraunir til þess að gera ofbeldi gagnvart börnum að eðlilegum hlut eigi ekki heima í okkar samfélagi. Kim segist kunna að meta afsökunarbeiðnina og segir vörumerkið gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Sjálf er hún að endurmeta samstarf sitt við Balenciaga. Hér að neðan má sjá hvað Kim hafði um málið að segja á Twitter: As a mother of four, I have been shaken by the disturbing images. The safety of children must be held with the highest regard and any attempts to normalize child abuse of any kind should have no place in our society period.— Kim Kardashian (@KimKardashian) November 27, 2022 As for my future with Balenciaga, I am currently re-evaluating my relationship with the brand, basing it off their willingness to accept accountability for something that should have never happened to begin with & the actions I am expecting to see them take to protect children.— Kim Kardashian (@KimKardashian) November 28, 2022 Ljósmyndarinn fríar sig ábyrgð Ljósmyndarinn Gabriele Galimberti segist hafa fengið fjölda hatursskilaboða eftir að herferðin fór af stað. Sjálfur er hann þekktur fyrir að mynda börn með uppáhalds hlutunum sínum í kringum sig og kallar þá seríu, sem hann deilir á Instagram, Leikfangasögu (e. Toy Story). Í þessu tilviki segist hann hafa verið beðinn um að mynda fyrirsæturnar og hlutina, sem merkið valdi, í þeim stíl. Hér má sjá dæmi um mynd úr leikfangasögu seríunni hans. View this post on Instagram A post shared by Gabriele Galimberti (@gabrielegalimbertiphoto) Hann segist þó ekki hafa haft neitt með það að gera í hvaða átt herferðin fór og hvaða hlutir hafi verið myndaðir. Hann segist ekki eiga neitt í myndinni þar sem skjölin birtast og að sú mynd hafi verið tekin á öðrum tökustað og ranglega sett fram sem hluti af hans myndum. Balenciaga biðst afsökunar Balenciaga hefur gefið frá sér yfirlýsingu og afsökunarbeiðni þess efnis að bangsatöskurnar hefðu ekki átt að vera myndaðar með börnum í auglýsingaherferðinni. „Við erum búin að fjarlægja herferðina af öllum birtingarstöðum,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Einnig hyggst merkið ætla að sækja réttar síns gegn þeim aðilum sem settu óviðeigandi hluti á tökustaðinn eins og dómsskjöl tengd barnaklámi. View this post on Instagram A post shared by Balenciaga by Demna (@demnagram) View this post on Instagram A post shared by Balenciaga by Demna (@demnagram)
Tíska og hönnun Réttindi barna Raunveruleikaþættir Tengdar fréttir Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25 Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Adidas slítur samstarfi við West vegna hegðunar hans Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas ætlar að slíta samstarfi sínu við tónlistarmanninn Kanye West vegna endurtekinnar særandi hegðunar hans. West hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum og í viðtölum og spúið gyðingahatri. 25. október 2022 10:25
Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. 25. október 2021 15:31